Orkuverð og fiskverð Þorvaldur Gylfason skrifar 13. júní 2019 08:00 Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun