Óttast að leikmenn misnoti breytingar á reglum um hendi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2019 14:00 Fran Kirby nældi í vítaspyrnu fyrir England vegna breytinganna vísir/getty Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira