Mögru árin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júní 2019 07:00 Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. Draumurinn var ráðinn á þann veg að eftir sjö ára góðæri kæmi sjö ára alvarleg niðursveifla. Skilaboð sögunnar eru þau að til að gera erfiðu árin ögn bærilegri eigi að sýna ráðdeild á uppgangstímum og leggja til hliðar fyrir mögru árin. Íslendingar voru undrafljótir að jafna sig á efnahagshruni og hafa undanfarin ár búið við mikið góðæri. Í óhóflegri bjartsýni hafa einhverjir þeirra lifað eins og góðærið myndi vara alla tíð og virðist brugðið þegar í ljós kemur að svo muni ekki verða. Samdráttur setur þá úr jafnvægi og fyrir bregður ólundarsvip við tilhugsunina um að gróðinn verði minni en áður. Þetta á sérstaklega við í ferðaþjónustunni. Þegar gróskan var þar hvað mest var veinað yfir hugmyndum um að ferðaþjónustan greiddi sitt til samfélagsins í formi skatta. Ferðaþjónustan var sögð ofurviðkvæm grein sem ætti að njóta alls kyns fríðinda. Á þessu var tekið mark og ferðaþjónustan hefur ekki verið skattlögð eins og ástæða er til. Hún hefur hvað eftir annað verið staðin að okri en rekur upp skaðræðisvein ef einhverjir gera athugasemdir við það. Græðgishugsun hefur verið í forgrunni en fyrirhyggju ekki gætt að sama skapi. Þetta á ekki einungis við í ferðaþjónustu þótt hún sé hér tekin sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra, eins og til dæmis fjárfesta og aðra peningagutta sem vilja planta sem flestum lúxusíbúðum og lúxushótelum út um allar trissur, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur, og gera sjálfkrafa ráð fyrir að anna ekki eftirspurn. Þar á bæ var gengið út frá því að góðu árin séu komin til að vera. Nú blasir samdráttur við og erfitt er að sjá fyrir sér að lúxushúsnæðið fyllist. Það mun standa á sínum stað, sem eins konar minnismerki um oflátungshátt og veruleikafirringu. Nokkuð sem íslenskur almenningur sá ótal dæmi um á árunum fyrir hrun og hélt að myndi ekki endurtaka sig í bráð. Þrátt fyrir samdrátt og niðursveiflu munu Íslendingar áfram búa við velsæld þótt hún verði ekki jafn mikil og síðustu ár. Einu einstaklingarnir sem hafa raunverulega ástæðu til að kvarta eru öryrkjar og það launafólk sem býr við lægstu launin og nær engan veginn endum saman. Lítt er hugað að þessum hópi, stundum er eins og viðhorfið sé að hann hafi kallað þetta hlutskipti yfir sig og verði að vinna sig út úr því á eigin spýtur. Það er hægara sagt en gert í þjóðfélagi þar sem fólk á leigumarkaði er fast í vítahring. Megnið af tekjunum fer í svívirðilega háa húsaleigu og ekkert er afgangs til að leggja fyrir. Þetta fólk á ekki nein sérstaklega góð ár heldur endalausa röð af mögrum árum þar sem það reynir að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í forgang, ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. Draumurinn var ráðinn á þann veg að eftir sjö ára góðæri kæmi sjö ára alvarleg niðursveifla. Skilaboð sögunnar eru þau að til að gera erfiðu árin ögn bærilegri eigi að sýna ráðdeild á uppgangstímum og leggja til hliðar fyrir mögru árin. Íslendingar voru undrafljótir að jafna sig á efnahagshruni og hafa undanfarin ár búið við mikið góðæri. Í óhóflegri bjartsýni hafa einhverjir þeirra lifað eins og góðærið myndi vara alla tíð og virðist brugðið þegar í ljós kemur að svo muni ekki verða. Samdráttur setur þá úr jafnvægi og fyrir bregður ólundarsvip við tilhugsunina um að gróðinn verði minni en áður. Þetta á sérstaklega við í ferðaþjónustunni. Þegar gróskan var þar hvað mest var veinað yfir hugmyndum um að ferðaþjónustan greiddi sitt til samfélagsins í formi skatta. Ferðaþjónustan var sögð ofurviðkvæm grein sem ætti að njóta alls kyns fríðinda. Á þessu var tekið mark og ferðaþjónustan hefur ekki verið skattlögð eins og ástæða er til. Hún hefur hvað eftir annað verið staðin að okri en rekur upp skaðræðisvein ef einhverjir gera athugasemdir við það. Græðgishugsun hefur verið í forgrunni en fyrirhyggju ekki gætt að sama skapi. Þetta á ekki einungis við í ferðaþjónustu þótt hún sé hér tekin sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra, eins og til dæmis fjárfesta og aðra peningagutta sem vilja planta sem flestum lúxusíbúðum og lúxushótelum út um allar trissur, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur, og gera sjálfkrafa ráð fyrir að anna ekki eftirspurn. Þar á bæ var gengið út frá því að góðu árin séu komin til að vera. Nú blasir samdráttur við og erfitt er að sjá fyrir sér að lúxushúsnæðið fyllist. Það mun standa á sínum stað, sem eins konar minnismerki um oflátungshátt og veruleikafirringu. Nokkuð sem íslenskur almenningur sá ótal dæmi um á árunum fyrir hrun og hélt að myndi ekki endurtaka sig í bráð. Þrátt fyrir samdrátt og niðursveiflu munu Íslendingar áfram búa við velsæld þótt hún verði ekki jafn mikil og síðustu ár. Einu einstaklingarnir sem hafa raunverulega ástæðu til að kvarta eru öryrkjar og það launafólk sem býr við lægstu launin og nær engan veginn endum saman. Lítt er hugað að þessum hópi, stundum er eins og viðhorfið sé að hann hafi kallað þetta hlutskipti yfir sig og verði að vinna sig út úr því á eigin spýtur. Það er hægara sagt en gert í þjóðfélagi þar sem fólk á leigumarkaði er fast í vítahring. Megnið af tekjunum fer í svívirðilega háa húsaleigu og ekkert er afgangs til að leggja fyrir. Þetta fólk á ekki nein sérstaklega góð ár heldur endalausa röð af mögrum árum þar sem það reynir að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í forgang, ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar