Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 21:35 Dæmi um falsaða frétt sem notuð er til að gabba fólk til að greiða svikahröppum peninga. Vísir/EPA Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma. Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma.
Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00