Radiohead krafin um hátt lausnargjald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 12:26 Thom Yorke og Jonny Greenwod, helstu gerendur í bresku hljómsveitinni Radiohead. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið. Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið.
Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30