Ógnvekjandi fjöldi plantna útdauður af mannavöldum Pálmi Kormákur skrifar 11. júní 2019 06:30 Frá Konunglega grasagarðinum í Kew í London þar sem rannsakendurnir starfa Nordicphotos/Getty Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira