Ógnvekjandi fjöldi plantna útdauður af mannavöldum Pálmi Kormákur skrifar 11. júní 2019 06:30 Frá Konunglega grasagarðinum í Kew í London þar sem rannsakendurnir starfa Nordicphotos/Getty Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira