Sendu beiðni um flýtimeðferð þremur dögum fyrir komuna til Íslands Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2019 22:17 Frá æfingu tyrkneska liðsins í Laugardal Getty/ Anadolu Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira