Íslenski boltinn

Auðvelt hjá Fylki á Skaganum og sæti í undanúrslitunum tryggt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fylkisstúlkur hafa slegið út bikarmeistarana og slógu í kvöld út Fylki.
Fylkisstúlkur hafa slegið út bikarmeistarana og slógu í kvöld út Fylki. vísir/bára
Fylkir komst auðveldlega í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna með öruggum 6-0 sigur á Inkasso-deildarliði ÍA.

Fyrsta markið kom á sextándu mínútu en hin unga og efnilega Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þá úr vítaspyrnu.

Í upphafi síðara hálfleiks urðu Skagastúlkur fyrir því óláni að skora sjálfsmark og gestirnir úr Árbænum komnir í góða stöðu.

Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þriðja markið á 53. mínútu og fjórða markið gerði Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ellefu mínútum fyrir leikslok.

Veislunni var ekki lokið því Ída Marín Hermannsdóttir skoraði annað mark sitt og fimmta mark Fylkis fjórum mínútum fyrir leikslok.

Sjötta markið kom svo í uppbótartíma er er María Björg Fjölnisdóttir rak síðasta naglann í kistuna. Fylkir er því ásamt KR komið í undanúrslitin.

Á morgun verður það svo annað hvort Selfoss og HK/Víkingur annars vegar og Þór/KA og Valur hins vegar sem mætast í síðustu tveimur viðureignunum í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×