Tekjutap fyrir björgunarsveitir ef flugeldasýningum verði hætt Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 21:00 Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar
Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira