Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 17:09 Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Vísir/ap Rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll beint til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir hluta Evrópu en spænsk yfirvöld hafa greint frá því að 17 ára karlmaður og áttræður maður hafi látið lífið á Spáni vegna hitans. Þá hafa nokkrir verið lagðir inn á spítala. Efsta varúðarstig er í gildi í sjö héruðum á Spáni vegna hitans og hefur fólk verið beðið um að hafa varann á. Spænska dagblaðið El País greinir frá því að 17 ára verkamaður hafi í dag látist á sjúkrahúsi í borginni Córdoba sem er í suðausturhluta Andalúsíu-héraðs á Spáni eftir að hann var lagður inn með alvarlegan sólsting og krampa. Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Í gær lést þá áttræður maður skömmu eftir að hafa fengið alvarlegan sólsting en hann örmagnaðist og hneig niður á gatnamótum í Valladolid í norðausturhluta Castilla y León héraðs. Skógareldar geisa nú í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu en í gær voru minnst 5.55 hektarar alelda í gær. Slökkviliðsmenn keppast við að ná tökum á skógareldunum sem sagðir eru vera þeir verstu í tuttugu ár.Á Vísindavefnum kemur fram að þegar hitastig er hátt og raki mikill nái svitinn ekki eins auðveldlega að gufa upp af húðinni en ella. Þá geti líkamshitinn hækkað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því geti verið hættulegt að reyna mikið á sig líkamlega í mjög heitu og röku loftslagi. Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll beint til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir hluta Evrópu en spænsk yfirvöld hafa greint frá því að 17 ára karlmaður og áttræður maður hafi látið lífið á Spáni vegna hitans. Þá hafa nokkrir verið lagðir inn á spítala. Efsta varúðarstig er í gildi í sjö héruðum á Spáni vegna hitans og hefur fólk verið beðið um að hafa varann á. Spænska dagblaðið El País greinir frá því að 17 ára verkamaður hafi í dag látist á sjúkrahúsi í borginni Córdoba sem er í suðausturhluta Andalúsíu-héraðs á Spáni eftir að hann var lagður inn með alvarlegan sólsting og krampa. Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Í gær lést þá áttræður maður skömmu eftir að hafa fengið alvarlegan sólsting en hann örmagnaðist og hneig niður á gatnamótum í Valladolid í norðausturhluta Castilla y León héraðs. Skógareldar geisa nú í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu en í gær voru minnst 5.55 hektarar alelda í gær. Slökkviliðsmenn keppast við að ná tökum á skógareldunum sem sagðir eru vera þeir verstu í tuttugu ár.Á Vísindavefnum kemur fram að þegar hitastig er hátt og raki mikill nái svitinn ekki eins auðveldlega að gufa upp af húðinni en ella. Þá geti líkamshitinn hækkað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því geti verið hættulegt að reyna mikið á sig líkamlega í mjög heitu og röku loftslagi.
Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24