Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:17 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin. Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin.
Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17
Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36