Náttúruleg og einföld brúðkaup á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 10:39 Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron Karlsson giftu sig síðastliðið haust. Brúðkaup þeirra var afar smekklegt og stílhreint og myndu sumir segja að það hafi verið eins og klippt út úr tískutímaritinu Vogue. Vala Matt fræddist um brúðkaup þeirra hjóna í Íslandi í dag í gær. Einu brúðkaupsgestirnir voru börn þeirra Nínu og Arons en að sögn Nínu móðgaðist enginn að hafa ekki fengið boð í athöfnina, að minnsta kosti ekki alvarlega. Á síðustu misserum hefur það verið í tísku hjá mörgum Íslendingum að halda út til Ítalíu til þess að ganga í það heilaga. Nína og Aron ákváðu þó að fara aðeins aðra leið en þau giftu sig hér á Íslandi en héldu síðan til Ítalíu í brúðkaupsferð.Aron og Nína Björk á brúðkaupsdaginn, umkringd börnum sínum.Einfaldar hárgreiðslur fyrir brúðkaupið Í þættinum kynnumst við einnig Róberti Michael O‘Neil hárgreiðslumeistara. Hann er vanur að sjá um hár brúðarinnar fyrir stóra daginn og sýnir hann Völu tvær hárgreiðslur sem auðvelt er að gera sjálf/ur fyrir brúðkaupsveislur. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt að skoða það.Róbert Michael stílíserar hér eitt af módelum sínum.Náttúrulegt og fallegt brúðkaup á Flateyri Þá segja Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir okkur frá dásamlega náttúrulegu og fallegu brúðkaupi þeirra sem haldið var á Flateyri úti í íslenskri náttúru. María Rut er alin upp á Flateyri og því tilvalinn staður til þess að ganga í það heilaga. Auk þess trúlofuðu hjónin sig á Flateyri. Niðurstaðan varð því að slá þar upp fjögurra daga brúðkaupsveislu. Brúðkaupsþátt Íslands í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni.María og Ingileif á brúðkaupsdaginn. Ástin og lífið Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron Karlsson giftu sig síðastliðið haust. Brúðkaup þeirra var afar smekklegt og stílhreint og myndu sumir segja að það hafi verið eins og klippt út úr tískutímaritinu Vogue. Vala Matt fræddist um brúðkaup þeirra hjóna í Íslandi í dag í gær. Einu brúðkaupsgestirnir voru börn þeirra Nínu og Arons en að sögn Nínu móðgaðist enginn að hafa ekki fengið boð í athöfnina, að minnsta kosti ekki alvarlega. Á síðustu misserum hefur það verið í tísku hjá mörgum Íslendingum að halda út til Ítalíu til þess að ganga í það heilaga. Nína og Aron ákváðu þó að fara aðeins aðra leið en þau giftu sig hér á Íslandi en héldu síðan til Ítalíu í brúðkaupsferð.Aron og Nína Björk á brúðkaupsdaginn, umkringd börnum sínum.Einfaldar hárgreiðslur fyrir brúðkaupið Í þættinum kynnumst við einnig Róberti Michael O‘Neil hárgreiðslumeistara. Hann er vanur að sjá um hár brúðarinnar fyrir stóra daginn og sýnir hann Völu tvær hárgreiðslur sem auðvelt er að gera sjálf/ur fyrir brúðkaupsveislur. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt að skoða það.Róbert Michael stílíserar hér eitt af módelum sínum.Náttúrulegt og fallegt brúðkaup á Flateyri Þá segja Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir okkur frá dásamlega náttúrulegu og fallegu brúðkaupi þeirra sem haldið var á Flateyri úti í íslenskri náttúru. María Rut er alin upp á Flateyri og því tilvalinn staður til þess að ganga í það heilaga. Auk þess trúlofuðu hjónin sig á Flateyri. Niðurstaðan varð því að slá þar upp fjögurra daga brúðkaupsveislu. Brúðkaupsþátt Íslands í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni.María og Ingileif á brúðkaupsdaginn.
Ástin og lífið Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40