Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Andri Eysteinsson skrifar 27. júní 2019 19:45 Á fjórða tug vændiskaupenda hafa verið kallaðir inn að sögn Karls Steinars. Vísir/Vilhelm Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. Á fjórða tug vændiskaupenda hafa verið kallaðir inn að sögn Karls Steinars. Karl Steinar segir að það sé mýta að kaupendur séu mestmegnis erlendir karlmenn í viðskiptaferðum heldur séu kaupendur í flestum tilfellum íslenskir karlmenn af öllum stigum samfélagsins. Vændiskonur og vændiskarlar séu hins vegar í flestum tilfellum erlendir aðilar. „Við höfum verið að horfa til þessara verkefna í svolítinn tíma þó svo við kjósum að greina frá því núna. Vændis- og mansalsmál eru samofin og eru bara ein birtingarmyndin af skipulagðri glæpastarfsemi,“ segir Karl og segir lögregluna vera í samstarfi við erlenda lögreglu sem tengist inn á skipulagða glæpastarfsemi.Kaupendur í langflestum tilfellum íslenskir karlar Karl segir að vændisiðnaðurinn hérlendis sé í takt við það sem lögreglan hefur áður bent á. „Þetta eru mestmegnis konur, ekki allt, sem hér bjóða vændi. Við höfum verið að fylgjast með fjöldanum og hann rokkar upp og niður. Þá virðist vera sem að einstaklingar séu að koma til landsins aftur og aftur. Fjöldinn fer frekar hækkandi en lækkandi, segir Karl. Í flestum tilvikum hérlendis eru þeir einstaklingar sem koma til landsins og bjóða vændi eru erlendir og með erlendar tengingar en kaupendurnir eru langflestir íslenskir karlar. Karl segir að lögregla nálgist stóran hluta vændismála út frá því að það sé möguleg mansalstenging að baki. „ Í sumum tilvikum teljum við að svo sé þó svo að okkur takist ekki að sýna fram á það. Það er mjög algengt í þessari brotastarfsemi að þeir sem við lítum á sem hugsanlega þolendur mansals líta ekki svo á hlutina. Það er hluti af þeim vandamálum sem við og lögregla um allan Evrópu erum að glíma við í þessum málum, segir Karl.Þýðir ekki að ráðast á einn þátt í skipulagðri brotastarfsemi Karl segir að áfram verði haldið með vinnuna sem nú er hafin, „Við lifum hins vegar við það að það er mikið annríki hjá lögreglunni þannig að við komumst aldrei yfir allt sem við viljum gera, að okkar mati er ákveðinn þáttur hjá okkur er að hafa snertiflöt á kaupendum, þolendum, vinnum að því að fá vefsíðum þar sem boðið er upp á vændi lokað, og vinnum með þeim sem eiga húsnæði þar sem vændi fer fram. Við erum raunverulega að reyna að nálgast allar birtingarmyndirnar eins og við getum. Þetta er skipulögð brotastarfsemi og þess vegna þýðir ekki að ráðast bara á einn þátt,“ segir Karl Steinar sem segir að mögulega væri hægt að ná í hundruð kaupenda í hverjum mánuði en það myndi eflaust skila litlu í heildarbaráttunni. „Við erum í raun með allar klær úti, þetta er ekki einfalt og tekur tíma,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. 7. mars 2019 21:47 Rannsaka meint mansal og vændi Skemmtistaðurinn Shooters er einn þeirra staða þar sem lögregla gerði húsleit í umfangsmiklum aðgerðum sínum að morgni laugardags. 11. febrúar 2019 06:15 Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. Á fjórða tug vændiskaupenda hafa verið kallaðir inn að sögn Karls Steinars. Karl Steinar segir að það sé mýta að kaupendur séu mestmegnis erlendir karlmenn í viðskiptaferðum heldur séu kaupendur í flestum tilfellum íslenskir karlmenn af öllum stigum samfélagsins. Vændiskonur og vændiskarlar séu hins vegar í flestum tilfellum erlendir aðilar. „Við höfum verið að horfa til þessara verkefna í svolítinn tíma þó svo við kjósum að greina frá því núna. Vændis- og mansalsmál eru samofin og eru bara ein birtingarmyndin af skipulagðri glæpastarfsemi,“ segir Karl og segir lögregluna vera í samstarfi við erlenda lögreglu sem tengist inn á skipulagða glæpastarfsemi.Kaupendur í langflestum tilfellum íslenskir karlar Karl segir að vændisiðnaðurinn hérlendis sé í takt við það sem lögreglan hefur áður bent á. „Þetta eru mestmegnis konur, ekki allt, sem hér bjóða vændi. Við höfum verið að fylgjast með fjöldanum og hann rokkar upp og niður. Þá virðist vera sem að einstaklingar séu að koma til landsins aftur og aftur. Fjöldinn fer frekar hækkandi en lækkandi, segir Karl. Í flestum tilvikum hérlendis eru þeir einstaklingar sem koma til landsins og bjóða vændi eru erlendir og með erlendar tengingar en kaupendurnir eru langflestir íslenskir karlar. Karl segir að lögregla nálgist stóran hluta vændismála út frá því að það sé möguleg mansalstenging að baki. „ Í sumum tilvikum teljum við að svo sé þó svo að okkur takist ekki að sýna fram á það. Það er mjög algengt í þessari brotastarfsemi að þeir sem við lítum á sem hugsanlega þolendur mansals líta ekki svo á hlutina. Það er hluti af þeim vandamálum sem við og lögregla um allan Evrópu erum að glíma við í þessum málum, segir Karl.Þýðir ekki að ráðast á einn þátt í skipulagðri brotastarfsemi Karl segir að áfram verði haldið með vinnuna sem nú er hafin, „Við lifum hins vegar við það að það er mikið annríki hjá lögreglunni þannig að við komumst aldrei yfir allt sem við viljum gera, að okkar mati er ákveðinn þáttur hjá okkur er að hafa snertiflöt á kaupendum, þolendum, vinnum að því að fá vefsíðum þar sem boðið er upp á vændi lokað, og vinnum með þeim sem eiga húsnæði þar sem vændi fer fram. Við erum raunverulega að reyna að nálgast allar birtingarmyndirnar eins og við getum. Þetta er skipulögð brotastarfsemi og þess vegna þýðir ekki að ráðast bara á einn þátt,“ segir Karl Steinar sem segir að mögulega væri hægt að ná í hundruð kaupenda í hverjum mánuði en það myndi eflaust skila litlu í heildarbaráttunni. „Við erum í raun með allar klær úti, þetta er ekki einfalt og tekur tíma,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. 7. mars 2019 21:47 Rannsaka meint mansal og vændi Skemmtistaðurinn Shooters er einn þeirra staða þar sem lögregla gerði húsleit í umfangsmiklum aðgerðum sínum að morgni laugardags. 11. febrúar 2019 06:15 Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45
Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. 7. mars 2019 21:47
Rannsaka meint mansal og vændi Skemmtistaðurinn Shooters er einn þeirra staða þar sem lögregla gerði húsleit í umfangsmiklum aðgerðum sínum að morgni laugardags. 11. febrúar 2019 06:15
Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25