Núvitund Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 27. júní 2019 13:16 Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar