Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 12:30 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“ Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira
Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“
Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira