Uppistand á ensku öll kvöld vikunnar Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 27. júní 2019 11:15 Bjarni, Kierstyn og York fyrir utan klúbbinn sem er til húsa í Lækjargötu 6. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Síðasta árið hefur verið mikil gróska í uppistandi á ensku hérlendis. Nú er starfandi í Lækjargötunni klúbbur sem sérhæfir sig í uppistandi á ensku, The Secret Cellar. Þar er boðið upp á uppistand öll kvöld vikunnar. Eigandi klúbbsins er Bjarni „töframaður“ Baldvinsson. Nýverið var uppstandarinn York Underwood fenginn til liðs við klúbbinn til að halda utan um uppistandskvöldin og Kierstyn Evans frá New York ráðin sem markaðsstjóri. York hefur starfað sem uppistandari að atvinnu í áratug og komið fram um allan heim, meðal annars fyrir hermenn NATO í Kósóvó, Þýskalandi og Bretlandi. Við náðum tali af York til að forvitnast um The Secret Cellar og hvernig það er að reka uppistandsklúbb á Íslandi. Hvernig eiginlega kom það til að ákveðið var að byrja prófa uppistand á ensku hérna á Íslandi? „Ætli það hafi ekki mikið að gera með túristana. Það var annaðhvort á ensku eða kínversku og ég er er ekkert sérstaklega góður í kínversku. En svo virðast margir af íslensku uppistöndurunum vilja frekar koma fram á ensku. Bandaríkjamenn koma eftir sýningu og hrósa mér og þá ekki í kaldhæðni, Þjóðverjarnir forðast augnsamband og yfirgefa staðinn í hljóði. Íslendingarnir, oft þá eftir nokkra bjóra, banka í öxlina á mér og segja: „Ég gæti sko alveg verið með uppstand.“ Það eru nokkrir innflytjendur hérna með uppistand á ensku en langflestir af þeim sem koma fram hjá okkur eru Íslendingar. Þau ólust upp við að horfa á uppistand á ensku og vilja núna gera það sama,“ segir York. York segir Ara Eldjárn hafa rutt veginn fyrir aðra Íslendinga hvað uppistand varðar. Hann varð stór hérna og kemur núna fram úti um allan heim með góðum árangri. „Bjarni, eigandinn, hefur verið að koma fram síðustu tuttugu árin. Hann tók samt mikla áhættu þegar hann ákvað að opna klúbb sem býður fyrst og fremst upp á uppistand. Nú virðist þetta allt vera að ganga upp. Ég kom fram í klúbbnum reglulega þegar hann hafði samband við mig og bar undir mig þá hugmynd að ég tæki að mér að halda utan um uppistandskvöldin.“ Á hverju kvöldi er sýning. York segir að vel hafi gengið síðustu mánuði og fullt út úr dyrum nánast öll kvöld. „Það er eiginlega stressandi. Manni líður næstum eins og það sé að ganga of vel. En við þurfum að halda þessu fersku og erum með ólík þemu hvert kvöld vikunnar. Eins og á föstudögum erum við með uppistand fyrir fólk að kíkja á eftir vinnu. Gísli Jóhann sér um það. Það er aðeins meira fullorðins og klúrt. Samt alltaf jafn vinsælt. Íslendingar eru mjög kaldhæðnir og með algjöran gálgahúmor.“ York segist þó sjálfur meðvitaður um að fara ekki algjörlega yfir strikið og sjokkera áhorfendur um of. „Jú, auðvitað hugsa ég oft um það og held að besta grínið komi oftast til manns þegar maður er meðvitaður um mörkin. Það nennir enginn að hlusta á einhver hálfvita spúandi einhverju ógeðslegu gríni sem er ekki einu sinni fyndið. En stundum finnst mér að megi brjóta reglurnar. Það er flókið fyrir grínista að ná að fara yfir strikið en samt halda áhorfendunum sáttum. Þegar allt kemur til alls erum við skemmtikraftar, okkar tilgangur er að ná að gleðja og fá áhorfendur til að hlæja. Fá fólk til að flýja stað, stund og heimsins böl,“ segir hann. Á miðvikudögum er öllum velkomið að stíga á svið og reyna fyrir sér í uppistandi. „Þar er kjörið tækifæri fyrir fólk sem er að prufa sig áfram. Þar fær það tækifæri til að stíga á svið, þróa stílinn sinn og auka á sjálfsöryggið upp á sviðinu. Það hafa margir frægir uppistandarar komið og notað tækifærið til að prufa nýtt efni. Þeirra á meðal Hugleikur Dagsson og Snjólaug Lúðvíksdóttir. Síðar ætlum við að bjóða upp á námskeið fyrir fólk til að hjálpa því að þróa uppistandsstílinn sinn.“ Uppistandarinn heimsfrægi Bill Burr kom fram á klúbbnum í þrjú skipti um daginn. „Það bara jók metnaðinn og við áttuðum okkur á að við værum komin í alvöruna. Við fáum því til okkar fullt af þekktum uppistöndurum hvaðanæva úr heiminum meðan Reykjavík Fringe er í gangi. Svo langar okkur að fá heimsþekkta grínista hingað og sjá hvort þeir geti hjálpað óreyndari uppistöndurum með hver næstu skref þurfi að vera til að hjálpa ferlinum.“ York hefur eitt ráð að lokum til þeirra sem langar að mæta á uppistand í klúbbnum „Ekki drekka of mikið fyrir sýninguna. Ég verð upp með mér þegar fólk pissar á sig af hlátri yfir bröndurunum mínum en það er ekki jafn skemmtilegt fyrir skúringafólkið og aðra starfsmenn,“ segir York að lokum. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Uppistand Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Síðasta árið hefur verið mikil gróska í uppistandi á ensku hérlendis. Nú er starfandi í Lækjargötunni klúbbur sem sérhæfir sig í uppistandi á ensku, The Secret Cellar. Þar er boðið upp á uppistand öll kvöld vikunnar. Eigandi klúbbsins er Bjarni „töframaður“ Baldvinsson. Nýverið var uppstandarinn York Underwood fenginn til liðs við klúbbinn til að halda utan um uppistandskvöldin og Kierstyn Evans frá New York ráðin sem markaðsstjóri. York hefur starfað sem uppistandari að atvinnu í áratug og komið fram um allan heim, meðal annars fyrir hermenn NATO í Kósóvó, Þýskalandi og Bretlandi. Við náðum tali af York til að forvitnast um The Secret Cellar og hvernig það er að reka uppistandsklúbb á Íslandi. Hvernig eiginlega kom það til að ákveðið var að byrja prófa uppistand á ensku hérna á Íslandi? „Ætli það hafi ekki mikið að gera með túristana. Það var annaðhvort á ensku eða kínversku og ég er er ekkert sérstaklega góður í kínversku. En svo virðast margir af íslensku uppistöndurunum vilja frekar koma fram á ensku. Bandaríkjamenn koma eftir sýningu og hrósa mér og þá ekki í kaldhæðni, Þjóðverjarnir forðast augnsamband og yfirgefa staðinn í hljóði. Íslendingarnir, oft þá eftir nokkra bjóra, banka í öxlina á mér og segja: „Ég gæti sko alveg verið með uppstand.“ Það eru nokkrir innflytjendur hérna með uppistand á ensku en langflestir af þeim sem koma fram hjá okkur eru Íslendingar. Þau ólust upp við að horfa á uppistand á ensku og vilja núna gera það sama,“ segir York. York segir Ara Eldjárn hafa rutt veginn fyrir aðra Íslendinga hvað uppistand varðar. Hann varð stór hérna og kemur núna fram úti um allan heim með góðum árangri. „Bjarni, eigandinn, hefur verið að koma fram síðustu tuttugu árin. Hann tók samt mikla áhættu þegar hann ákvað að opna klúbb sem býður fyrst og fremst upp á uppistand. Nú virðist þetta allt vera að ganga upp. Ég kom fram í klúbbnum reglulega þegar hann hafði samband við mig og bar undir mig þá hugmynd að ég tæki að mér að halda utan um uppistandskvöldin.“ Á hverju kvöldi er sýning. York segir að vel hafi gengið síðustu mánuði og fullt út úr dyrum nánast öll kvöld. „Það er eiginlega stressandi. Manni líður næstum eins og það sé að ganga of vel. En við þurfum að halda þessu fersku og erum með ólík þemu hvert kvöld vikunnar. Eins og á föstudögum erum við með uppistand fyrir fólk að kíkja á eftir vinnu. Gísli Jóhann sér um það. Það er aðeins meira fullorðins og klúrt. Samt alltaf jafn vinsælt. Íslendingar eru mjög kaldhæðnir og með algjöran gálgahúmor.“ York segist þó sjálfur meðvitaður um að fara ekki algjörlega yfir strikið og sjokkera áhorfendur um of. „Jú, auðvitað hugsa ég oft um það og held að besta grínið komi oftast til manns þegar maður er meðvitaður um mörkin. Það nennir enginn að hlusta á einhver hálfvita spúandi einhverju ógeðslegu gríni sem er ekki einu sinni fyndið. En stundum finnst mér að megi brjóta reglurnar. Það er flókið fyrir grínista að ná að fara yfir strikið en samt halda áhorfendunum sáttum. Þegar allt kemur til alls erum við skemmtikraftar, okkar tilgangur er að ná að gleðja og fá áhorfendur til að hlæja. Fá fólk til að flýja stað, stund og heimsins böl,“ segir hann. Á miðvikudögum er öllum velkomið að stíga á svið og reyna fyrir sér í uppistandi. „Þar er kjörið tækifæri fyrir fólk sem er að prufa sig áfram. Þar fær það tækifæri til að stíga á svið, þróa stílinn sinn og auka á sjálfsöryggið upp á sviðinu. Það hafa margir frægir uppistandarar komið og notað tækifærið til að prufa nýtt efni. Þeirra á meðal Hugleikur Dagsson og Snjólaug Lúðvíksdóttir. Síðar ætlum við að bjóða upp á námskeið fyrir fólk til að hjálpa því að þróa uppistandsstílinn sinn.“ Uppistandarinn heimsfrægi Bill Burr kom fram á klúbbnum í þrjú skipti um daginn. „Það bara jók metnaðinn og við áttuðum okkur á að við værum komin í alvöruna. Við fáum því til okkar fullt af þekktum uppistöndurum hvaðanæva úr heiminum meðan Reykjavík Fringe er í gangi. Svo langar okkur að fá heimsþekkta grínista hingað og sjá hvort þeir geti hjálpað óreyndari uppistöndurum með hver næstu skref þurfi að vera til að hjálpa ferlinum.“ York hefur eitt ráð að lokum til þeirra sem langar að mæta á uppistand í klúbbnum „Ekki drekka of mikið fyrir sýninguna. Ég verð upp með mér þegar fólk pissar á sig af hlátri yfir bröndurunum mínum en það er ekki jafn skemmtilegt fyrir skúringafólkið og aðra starfsmenn,“ segir York að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Uppistand Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira