Tryllt stemning í æðsta veldi Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. júní 2019 10:15 Simon Le Bon fór í gegnum nokkur mikilvægustu lög Duran Duran í hugum aðdáenda af ótrúlegum fítonskrafti á meðan John Taylor ?heillar endalaust með öryggi töffara sem er fullkomlega meðvitaður um hversu svalur hann er á bassanum. Fréttablaðið/Valli Þótt ég færi létt með það er nú alveg óþarfi að fara mörgum orðum um Duran Duran, einhverja allra vinsælustu, lífseigustu og í ljósi sögunnar þeirrar langbestu sem haslaði sér völl á þessum dásamlega áratug sem kenndur er við hár, ýmist eða bæði sítt að aftan eða styrkt með þverhandarþykku lagi af Studio Line og blásið rúmlega hálfa leið til himna. Duran Duran sló hressilega í gegn með fyrstu breiðskífu sinni 1981 og rauðglóandi vinsældajárnið var hamrað með látum og ofurkappi á næstu árum. Þangað til frægðin, peningarnir, brjálaðar vinsældirnar og endalaus tónleikaferðalög sliguðu ungu mennina fimm frá Birmingam á Englandi. Auk þess sem kunnuglegir svartálar frægðarinnar, dóp og hömlulaust kynlíf, tóku sinn toll af sumum þeirra, helst gítarleikaranum Andy Taylor og hinum undurfagra og ómótstæðilega kynþokkafulla bassaleikara, John Taylor. Vægast sagt laustengdar vonir og draumar íslenskra aðdáenda við raunveruleikann urðu til þessa að þeir hrópuðu hástöfum eftir því á lesendasíðum dagblaðanna að Duran Duran yrði fengin til þess að halda tónleika hér á landi. Biðin vonlausa tók rúm tuttugu ár en loksins komu þeir hingað allir fimm og héldu frábæra tónleika í Egilshöll sem 10.000 manns kjaftfylltu. Ég hélt vart vatni yfir þessum tónleikum í fimm stjörnu dómi um þá í Fréttablaðinu 2. júlí 2005 undir fyrirsögninni „Magnað, maður, magnað!“ og lét þess meðal annars getið að bandið hefði hvergi klikkað í spilamennskunni og Simon Le Bon hafi haldið lagi út í gegn, ólíkt eftirminnilegasta áfalli aðdáenda sveitarinnar á Live Aid 1995. „Í raun var enginn munur á Duran Duran þarna og fyrir tuttugu árum. Úthaldið magnað og stemningin keyrð upp af stakri snilld.“ Duran Duran tónleikar LaugardalshöllFrábært verður fullkomið Flest okkar sem fengum drauminn uppfylltan 2005 hefðum getað lifað á þessum tónleikum það sem eftir er. En samband Duran Duran við aðdáendurna er nokkuð sérstakt, ofboðslega traust og auðvitað fyrst og fremst fallegt. Þeir skemmtu sér konunglega hérna og ákváðu því að heiðra okkur með notalegri nærveru sinni og öðrum tónleikum í gömlu Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Andy Taylor er hættur og bandið orðið kvartett og, eins og áhorfendurnir, allir fjórtán árum eldri en síðast. Aldurinn er þó greinilega ekki vandamálið hjá þeim og brakandi ferskir toppuðu þeir sig gjörsamlega síðan síðast. Þessir tónleikar voru miklu, miklu betri og fjórmenningarnir með öflugum liðsauka hörku bakraddasöngkvenna, gítarleikarans Dominic Brown og síðast en alls ekki síst saxófónleikarans Andy Hamilton sem hefur spilað með þeim með hléum frá upphafi vakti upp dásamlega fortíðardrauga af þremur fyrstu plötum sveitarinnar. Duran Duran, Rio og Seven and the Ragged Tiger, þið vitið, þessum sem geyma öll uppáhalds lögin okkar sem við fáum aldrei nóg af.Duran Duran tónleikar LaugardalshöllEnginn feluleikur Hér er vitaskuld vonlaust, tilgangslaust og galið að reyna að leyna því að ég er einn af algölnustu Duran Duran-aðdáendum landsins og hef haldið tryggð, sem hefur á köflum nálgast trúarlegan ofsa, við þessa heiðursmenn síðan 1982 þegar ég var ellefu ára. Eðlilega var því mjög mögulegt vanhæfi mitt rætt á ritstjórninni en úr varð að ég fékk að loka hringnum og gera einnig upp þessa tónleika sem líklega verða þeirra síðustu á Íslandi. Og þökk sé mínum mönnum þá get ég verið alveg heiðarlegur og þarf engu að ljúga og ekki að fegra neinn sannleika. Þessir tónleikar voru að handan! Eiginlega svo absúrd góðir að ég sé fram á að vera með króníska gæsahúð og tilfinningarnar í kjötfarsi eitthvað inn í aðventuna. Gamla Höllin hentaði þessum tónleikum fullkomlega og þar sem fáránlega margir sem voru í Egilshöll skrópuðu núna var þetta ósköp notalegt og nándin við hljómsveitina var mögnuð. Auðvitað er útilokað að þeir geti spilað öll óskalög mörg þúsund manns en þeir skiluðu ansi mörgum af þeim um það bil þrjátíu lögum sem skipta harðasta kjarnann mestu máli. The Chauffeur, sem eitt og sér getur haldið minningu hljómsveitarinnar á lofti um ókomna tíð, var ekki með í þessari umferð, en Save a Prayer, Rio, Girls on Film og The Reflex fengum við með mergjuðum tilþrifum og ofboðslegum krafti hressvíkingsins síkáta og rúmlega sextuga Simons Le Bon. Almenn sátt ríkir nú í hinum vestræna heimi um að bassalínur Johns Taylor í Rio tryggi honum verðugan sess sem einn besti bassaleikari samtímans og það var unun að sjá og heyra þennan náttúrulega töffara plokka sig og slá með sturluðum stæl í gegnum lagið.Duran Duran tónleikar LaugardalshöllJohn segir að sér líði hvergi betur en á sviði með bassann og maður sá það langar leiðir hversu innileg og einlæg spilagleðin er hjá honum. Sama má segja um Roger Taylor á trommunum og Nick Rhodes á sínum svuntuþeysurum og tölvugræjum. John er bara svo sjúklega svalur að hann skyggir á allt og alla. Planet Earth afgreiddu þeir ógleymanlega þegar þeir láku fyrirhafnarlaust og fullkomlega eðlilega úr millispili yfir í Space Oddity eftir einn helsta áhrifavald þeirra, David Bowie. Þegar andlit hans birtist á breiðtjaldinu bak við bandið hríslaðist skothelt lag af gæsahúð um mann. Duran Duran voru góðir í Egilshöll 2005 en þeir sprengdu alla skala í kvöld! Gamla Höllin er frábær vettvangur fyrir nákvæmlega svona tónleika með þaulreyndum og þéttum fagmönnum. Síðasta lagið á B-hlið Seven and the Ragged Tiger, The Seventh Stranger, hefur dúkkað upp á tónleikum hjá þeim undanfarið. Þetta lag er í raun það sem skilur sauðina frá höfrunum þegar tilfinningahiti aðdáenda er metinn. Lagið er annálað eftirlæti þeirra áköfustu og ég vonaði þó að ég myndi fá að heyra það á þessum síðasta séns mínum.Hljómborðsleikarinn Nick Rhodes er alltaf jafn pollrólegur á sínum græjum og hógvær og næstum ósýnilegur trommar Roger Taylor með látum á meðan John og Simon njóta sín í botn í fremstu víglínu. Fréttablaðið/Valli.Og ekki brugðust þessar elskur og þegar fyrstu tónarnir hljómuðu reyndi ég hvorki að hafa hemil á tilfinningunum né tárunum. Þetta var stórkostlegt móment í Duran Duran-sögu minni og fjölmargra í salnum sem tóku vel undir. Frábærir tónleikar. Sannkallaður stórviðburður hófst þarna í eitthvert æðra veldi og ekki er annað hægt en að vera stoltur af okkur sem höfðum rænu á að mæta og sýna bandinu þá virðingu sem það á skilið með stappi, klappi, öskrum og söng. Þessir menn eru slíkir öðlingar að þeir endurgjalda svona lagað ríkulega og þeir gáfu sig fullkomlega í þetta og kvöddu Ísland og okkur með ógleymanlegri skemmtun, einhverju undursamlegu. Hvað voruð þið sem létuð ykkur vanta eiginlega að spá?Fjórir af fimm Duran Duran-strákum toppuðu frábæra tónleika sína 2005 gjörsamlega í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Dásamlegt lagaval, frábært stuð á hljómsveit og áhorfendum sköpuðu kynngimagnaða stemningu sem mun lifa í minningunni um ókomin ár. Menning Reykjavík Tónlistargagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þótt ég færi létt með það er nú alveg óþarfi að fara mörgum orðum um Duran Duran, einhverja allra vinsælustu, lífseigustu og í ljósi sögunnar þeirrar langbestu sem haslaði sér völl á þessum dásamlega áratug sem kenndur er við hár, ýmist eða bæði sítt að aftan eða styrkt með þverhandarþykku lagi af Studio Line og blásið rúmlega hálfa leið til himna. Duran Duran sló hressilega í gegn með fyrstu breiðskífu sinni 1981 og rauðglóandi vinsældajárnið var hamrað með látum og ofurkappi á næstu árum. Þangað til frægðin, peningarnir, brjálaðar vinsældirnar og endalaus tónleikaferðalög sliguðu ungu mennina fimm frá Birmingam á Englandi. Auk þess sem kunnuglegir svartálar frægðarinnar, dóp og hömlulaust kynlíf, tóku sinn toll af sumum þeirra, helst gítarleikaranum Andy Taylor og hinum undurfagra og ómótstæðilega kynþokkafulla bassaleikara, John Taylor. Vægast sagt laustengdar vonir og draumar íslenskra aðdáenda við raunveruleikann urðu til þessa að þeir hrópuðu hástöfum eftir því á lesendasíðum dagblaðanna að Duran Duran yrði fengin til þess að halda tónleika hér á landi. Biðin vonlausa tók rúm tuttugu ár en loksins komu þeir hingað allir fimm og héldu frábæra tónleika í Egilshöll sem 10.000 manns kjaftfylltu. Ég hélt vart vatni yfir þessum tónleikum í fimm stjörnu dómi um þá í Fréttablaðinu 2. júlí 2005 undir fyrirsögninni „Magnað, maður, magnað!“ og lét þess meðal annars getið að bandið hefði hvergi klikkað í spilamennskunni og Simon Le Bon hafi haldið lagi út í gegn, ólíkt eftirminnilegasta áfalli aðdáenda sveitarinnar á Live Aid 1995. „Í raun var enginn munur á Duran Duran þarna og fyrir tuttugu árum. Úthaldið magnað og stemningin keyrð upp af stakri snilld.“ Duran Duran tónleikar LaugardalshöllFrábært verður fullkomið Flest okkar sem fengum drauminn uppfylltan 2005 hefðum getað lifað á þessum tónleikum það sem eftir er. En samband Duran Duran við aðdáendurna er nokkuð sérstakt, ofboðslega traust og auðvitað fyrst og fremst fallegt. Þeir skemmtu sér konunglega hérna og ákváðu því að heiðra okkur með notalegri nærveru sinni og öðrum tónleikum í gömlu Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Andy Taylor er hættur og bandið orðið kvartett og, eins og áhorfendurnir, allir fjórtán árum eldri en síðast. Aldurinn er þó greinilega ekki vandamálið hjá þeim og brakandi ferskir toppuðu þeir sig gjörsamlega síðan síðast. Þessir tónleikar voru miklu, miklu betri og fjórmenningarnir með öflugum liðsauka hörku bakraddasöngkvenna, gítarleikarans Dominic Brown og síðast en alls ekki síst saxófónleikarans Andy Hamilton sem hefur spilað með þeim með hléum frá upphafi vakti upp dásamlega fortíðardrauga af þremur fyrstu plötum sveitarinnar. Duran Duran, Rio og Seven and the Ragged Tiger, þið vitið, þessum sem geyma öll uppáhalds lögin okkar sem við fáum aldrei nóg af.Duran Duran tónleikar LaugardalshöllEnginn feluleikur Hér er vitaskuld vonlaust, tilgangslaust og galið að reyna að leyna því að ég er einn af algölnustu Duran Duran-aðdáendum landsins og hef haldið tryggð, sem hefur á köflum nálgast trúarlegan ofsa, við þessa heiðursmenn síðan 1982 þegar ég var ellefu ára. Eðlilega var því mjög mögulegt vanhæfi mitt rætt á ritstjórninni en úr varð að ég fékk að loka hringnum og gera einnig upp þessa tónleika sem líklega verða þeirra síðustu á Íslandi. Og þökk sé mínum mönnum þá get ég verið alveg heiðarlegur og þarf engu að ljúga og ekki að fegra neinn sannleika. Þessir tónleikar voru að handan! Eiginlega svo absúrd góðir að ég sé fram á að vera með króníska gæsahúð og tilfinningarnar í kjötfarsi eitthvað inn í aðventuna. Gamla Höllin hentaði þessum tónleikum fullkomlega og þar sem fáránlega margir sem voru í Egilshöll skrópuðu núna var þetta ósköp notalegt og nándin við hljómsveitina var mögnuð. Auðvitað er útilokað að þeir geti spilað öll óskalög mörg þúsund manns en þeir skiluðu ansi mörgum af þeim um það bil þrjátíu lögum sem skipta harðasta kjarnann mestu máli. The Chauffeur, sem eitt og sér getur haldið minningu hljómsveitarinnar á lofti um ókomna tíð, var ekki með í þessari umferð, en Save a Prayer, Rio, Girls on Film og The Reflex fengum við með mergjuðum tilþrifum og ofboðslegum krafti hressvíkingsins síkáta og rúmlega sextuga Simons Le Bon. Almenn sátt ríkir nú í hinum vestræna heimi um að bassalínur Johns Taylor í Rio tryggi honum verðugan sess sem einn besti bassaleikari samtímans og það var unun að sjá og heyra þennan náttúrulega töffara plokka sig og slá með sturluðum stæl í gegnum lagið.Duran Duran tónleikar LaugardalshöllJohn segir að sér líði hvergi betur en á sviði með bassann og maður sá það langar leiðir hversu innileg og einlæg spilagleðin er hjá honum. Sama má segja um Roger Taylor á trommunum og Nick Rhodes á sínum svuntuþeysurum og tölvugræjum. John er bara svo sjúklega svalur að hann skyggir á allt og alla. Planet Earth afgreiddu þeir ógleymanlega þegar þeir láku fyrirhafnarlaust og fullkomlega eðlilega úr millispili yfir í Space Oddity eftir einn helsta áhrifavald þeirra, David Bowie. Þegar andlit hans birtist á breiðtjaldinu bak við bandið hríslaðist skothelt lag af gæsahúð um mann. Duran Duran voru góðir í Egilshöll 2005 en þeir sprengdu alla skala í kvöld! Gamla Höllin er frábær vettvangur fyrir nákvæmlega svona tónleika með þaulreyndum og þéttum fagmönnum. Síðasta lagið á B-hlið Seven and the Ragged Tiger, The Seventh Stranger, hefur dúkkað upp á tónleikum hjá þeim undanfarið. Þetta lag er í raun það sem skilur sauðina frá höfrunum þegar tilfinningahiti aðdáenda er metinn. Lagið er annálað eftirlæti þeirra áköfustu og ég vonaði þó að ég myndi fá að heyra það á þessum síðasta séns mínum.Hljómborðsleikarinn Nick Rhodes er alltaf jafn pollrólegur á sínum græjum og hógvær og næstum ósýnilegur trommar Roger Taylor með látum á meðan John og Simon njóta sín í botn í fremstu víglínu. Fréttablaðið/Valli.Og ekki brugðust þessar elskur og þegar fyrstu tónarnir hljómuðu reyndi ég hvorki að hafa hemil á tilfinningunum né tárunum. Þetta var stórkostlegt móment í Duran Duran-sögu minni og fjölmargra í salnum sem tóku vel undir. Frábærir tónleikar. Sannkallaður stórviðburður hófst þarna í eitthvert æðra veldi og ekki er annað hægt en að vera stoltur af okkur sem höfðum rænu á að mæta og sýna bandinu þá virðingu sem það á skilið með stappi, klappi, öskrum og söng. Þessir menn eru slíkir öðlingar að þeir endurgjalda svona lagað ríkulega og þeir gáfu sig fullkomlega í þetta og kvöddu Ísland og okkur með ógleymanlegri skemmtun, einhverju undursamlegu. Hvað voruð þið sem létuð ykkur vanta eiginlega að spá?Fjórir af fimm Duran Duran-strákum toppuðu frábæra tónleika sína 2005 gjörsamlega í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Dásamlegt lagaval, frábært stuð á hljómsveit og áhorfendum sköpuðu kynngimagnaða stemningu sem mun lifa í minningunni um ókomin ár.
Menning Reykjavík Tónlistargagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira