Myndi styðja börnin sín ef þau væru hinsegin en er hræddur við viðbrögð samfélagsins Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 23:14 Prinsinn var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í dag. Vísir/Getty Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019 Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019
Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Sjá meira