Íslenski boltinn

Sigurmark í uppbótartíma skaut Fram á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Fram síðasta sumar.
Úr leik hjá Fram síðasta sumar. vísir/sigtryggur
Fram er komið á topp Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu eftir að liðið vann 2-1 sigur á Þrótti í Safamýrinni í kvöld.

Það byrjaði vel fyrir Þrótt því á fjórðu mínútu kom uppaldi Þróttarinn, Daði Bergsson, gestunum úr Laugardalnum yfir.

Undir lok fyrri hálfleiks var svo Jóni Sveinssyni, þjálfara Fram, vikið upp í stúku eftir orðaskak við dómara leiksins, Kristinn Friðrik Hrafnsson.

Fram fékk annað rautt spjald á 62. mínútu er Frederico Bello Saraiva fékk beint rautt spjald en jöfnunarmarkið kom tveimur mínútum áður er Helgi Guðjónsson jafnaði.

Sigurmarkið kom svo í uppbótatíma en þar var á ferðinni Már Ægisson. Lokatölur 2-1 sigur Fram.

Með markinu skaut Már Fram á toppinn en þeir eru þar með 18 stig, stigi á undan Þór og Fjölni, sem eiga þó leik til góða.

Þróttur er í áttunda sæti deildarinnar en úrslit eru fengin frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×