Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Ég finn til með Selfyssingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er ekki víti í neinu sólkerfi.
Þetta er ekki víti í neinu sólkerfi.
Vítið sem var dæmt á Selfoss í leiknum gegn Fylki á mánudag hefur vakið mikla athygli enda ótrúlegur dómur.

Fylkiskonan Ída Marín Hermannsdóttir er þá sloppin í gegn en missir af boltanum skömmu áður en hún dettur á Kelsey Wys, markvörð Selfoss. Öllum að óvörum ákvað Þórður Már Gylfason dómari að dæma víti. Ída Marín skoraði svo úr spyrnunni.

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, sagði að dómurinn hefði verið hlægilegur og málið var að sjálfsögðu tekið fyrir í Pepsi Max-mörkum kvenna.

„Þetta er bara kolrangur dómur. Hún týnir boltanum og dettur á markvörðinn. Þetta er ofboðslega sárt fyrir Selfoss og ekkert í fyrsta skiptið í sumar sem þær fá á sig ódýra vítaspyrnu. Ég finn til með þeim,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, einn sérfræðinga þáttarins.

Gunnar Borgþórsson tók í sama streng.

„Þetta er auðvitað aldrei víti. Dómarinn er í góðri stöðu og skrítið að hann fái ekki aðstoð frá kollegum sínum. Hann tók þessa ákvörðun og annað var ekkert rætt,“ segir Gunnar.

Sjá má atvikið og hlusta á umræðuna hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um vítið sem Fylkir fékk

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×