Íslenski boltinn

Fjögur Mjólkurbikarkvöld í röð og fjórir leikir í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn unnu bikarinn í fyrra en þeir verja ekki titill sinn í ár því þeir eru úr leik í Mjólkurbikarnum.
Stjörnumenn unnu bikarinn í fyrra en þeir verja ekki titill sinn í ár því þeir eru úr leik í Mjólkurbikarnum. Vísir/Daníel
Átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu fara fram í vikunni en þau hefjast með einum leik í kvöld og klárast síðan á laugardaginn. Leikið verður karlamegin á miðvikudag og fimmtudag en kvennamegin á föstudag og laugardag.

ÍBV og Víkingur R. mætast á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í Mjólkurbikar karla klukkan 18.00 í kvöld en hinir þrír leikirnir fara fram á fimmtudagskvöldið.

Fimmtudagsleikirnir fara allir fram klukkan 19.15 og þar mætast KR og Njarðvík á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur, Breiðablik og Fylkir spila á Kópavogsvelli og loks mætast FH og Grindavík á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.

Stöð 2 Sport mun sýna þrjá leiki af fjórum beint. Fyrst leik ÍBV og Víkings í kvöld og svo leikina á KR-velli og á Kópavogsvelli á morgun. Strax á eftir leikjum fimmtudagskvöldsins verða allir leikir gerðir upp í Mjólkurbikarmörkunum.

Á föstudag og laugardag er síðan leikið í Mjólkurbikar kvenna en það verða tveir leikir hvorn dag.

Á föstudeginum mætast annars vegar KR og Tindastóll á Meistaravöllum, en hins vegar ÍA og Fylkir á Norðurálsvellinum á Akranesi.  

Laugardagsleikirnir eru síðan viðureignir Selfoss og HK/Víkings á Jáverk-vellinum á Selfossi, og Þórs/KA og Vals á Þórsvelli á Akureyri. Leikur Þór/KA og Vals verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×