Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Arnar Tómas skrifar 26. júní 2019 07:00 WOW Cyclothon keppnin fór af stað í gær. Fréttablaðið/Valli Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir að verða næsti formaður Framsóknar Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir að verða næsti formaður Framsóknar Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27
Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58