„Eru þær svona meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2019 06:00 Gunnar í þættinum í gær. Vísir Þór/KA hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deild kvenna og er átta stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks er sjö umferðir eru búnar af mótinu. Athygli vakti að Þór/KA var einungis með sextán leikmenn í leikmannahópnum í jafnteflinu gegn KR á sunnudaginn og það var rætt í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær. „Þær eru náttúrlega í samstarfi við Hamrana og væntanlega eru þær í verkefni þar og geta ekki spilað fyrir bæði liðin,“ sagði Gunnar Borgþórsson, annar spekingur þáttarins, en Hamrarnir á Akureyri eru með lið í 2. deild kvenna. Gunnar sagði einnig: „Stelpurnar úr 2. flokki sem væru gjaldgengar þarna eru að spila fyrir Hamrana. Ég ætla að gefa mér það. Hins vegar hefur Donni (Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA) talað mikið um meiðsli og mér finnst þetta vera orðið skrýtið.“ Gunnar, sem hefur töluverða reynslu af þjálfun í kvennaboltanum, velti þessu frekar fyrir sér. „Eru þær svona mikið meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust? Er hann að reyna að láta alla halda að þær séu svona meiddar og veikburða og vona að liðin undirbúi sig þannig?“ Mist Rúnarsdóttir, sem einnig var í umræddum þætti, segir að það sé ekki gott yfir Þórsliðinu. Þá er Margrét Árnadóttir, sóknarmaður liðsins, farin utan vegna náms og spilar ekki meira með liðinu. Mist segir að það sé óvenjulega snemmt að missa leikmann í nám í útlöndum strax í júní. „Það er mjög snemmt. Það er enn júní. Það er mjög sérstakt. Það er hræðilegt að missa hana út því hún er flottur sóknarmaður en gerir því miður lítið fyrir þær í sumar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, hinn spekingur þáttarins.Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Þór/KA Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ræddu um launamuninn á milli kynja í fótboltanum: „Þetta eru sturlaðar tölur“ Pepsi Max-mörk kvenna ræddu um tíðindi dagsins. 25. júní 2019 20:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Þór/KA hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deild kvenna og er átta stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks er sjö umferðir eru búnar af mótinu. Athygli vakti að Þór/KA var einungis með sextán leikmenn í leikmannahópnum í jafnteflinu gegn KR á sunnudaginn og það var rætt í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær. „Þær eru náttúrlega í samstarfi við Hamrana og væntanlega eru þær í verkefni þar og geta ekki spilað fyrir bæði liðin,“ sagði Gunnar Borgþórsson, annar spekingur þáttarins, en Hamrarnir á Akureyri eru með lið í 2. deild kvenna. Gunnar sagði einnig: „Stelpurnar úr 2. flokki sem væru gjaldgengar þarna eru að spila fyrir Hamrana. Ég ætla að gefa mér það. Hins vegar hefur Donni (Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA) talað mikið um meiðsli og mér finnst þetta vera orðið skrýtið.“ Gunnar, sem hefur töluverða reynslu af þjálfun í kvennaboltanum, velti þessu frekar fyrir sér. „Eru þær svona mikið meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust? Er hann að reyna að láta alla halda að þær séu svona meiddar og veikburða og vona að liðin undirbúi sig þannig?“ Mist Rúnarsdóttir, sem einnig var í umræddum þætti, segir að það sé ekki gott yfir Þórsliðinu. Þá er Margrét Árnadóttir, sóknarmaður liðsins, farin utan vegna náms og spilar ekki meira með liðinu. Mist segir að það sé óvenjulega snemmt að missa leikmann í nám í útlöndum strax í júní. „Það er mjög snemmt. Það er enn júní. Það er mjög sérstakt. Það er hræðilegt að missa hana út því hún er flottur sóknarmaður en gerir því miður lítið fyrir þær í sumar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, hinn spekingur þáttarins.Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Þór/KA
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ræddu um launamuninn á milli kynja í fótboltanum: „Þetta eru sturlaðar tölur“ Pepsi Max-mörk kvenna ræddu um tíðindi dagsins. 25. júní 2019 20:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Ræddu um launamuninn á milli kynja í fótboltanum: „Þetta eru sturlaðar tölur“ Pepsi Max-mörk kvenna ræddu um tíðindi dagsins. 25. júní 2019 20:00