Íslenski boltinn

Ræddu um launamuninn á milli kynja í fótboltanum: „Þetta eru sturlaðar tölur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pepsi Max-mörk kvenna eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld en þar er farið yfir sjöundu umferð í Pepsi Max-deild kvenna sem kláraðist í gær.

Einnig var rætt um fréttina sem birtist á Vísi í dag þar sem er fjallað um rosalegan launamun kynjanna en Helena Ólafsdóttir, þáttarstjórnandi, opnaði á umræðuna í þætti kvöldsins.

„Ég sé það því miður ekki í kortunum. Það eru gígantískir peningar í þessu og það þarf margt að gerast en vonandi því þetta eru sturlaðar tölur,“ sagði Mist Rúnarsdóttir.

Gunnar Borgþórsson, annar spekingur þáttarins, sagði að íslenskar knattspyrnukonur væru flestar hverjar launaðar en sagði umræðuna nokkuð brenglaða.

„Já, ég held að það séu töluvert margir leikmenn hér heima á launum í kvennaboltanum. Það vita allir að það eru ekki sambærileg laun í karla og kvenna en munurinn er ekki svona mikill.“

„Ég held að hæst launuðustu konurnar eru á ágætis launum. Það er framfaraskref klárlega og við ættum að hvert samband og hver þjóð minnkar bilið hjá sér.“

„Það er gaman að vera sleikja einhverja upp en þetta eru óraunverulegar tölur og ég held að þetta sé að minnka hér, þó að þetta þurfi að minnka meira.“

Pepsi Max-mörk kvenna eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld en þátturinn fer í loftið klukkan 21.15. Allt innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×