Hélt þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótaði að sleppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2019 17:20 Faðirinn er öryrki, félagslega einangraður og fljótur að túlka hluti sér í óhag. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu. Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu.
Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira