Boða ótrúlega endurkomu Dee þremur árum eftir að tvífari hennar plataði Toadie upp úr skónum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 11:30 Madeleine West leikur bæði Dee og Andreu. Vísir. Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar forsvarsmenn Nágranna tilkynntu árið 2016 að hin vinsæla persóna Dee Bliss myndi snúa aftur í þáttinn eftir vofeiglegan dauða hennar 13 árum áður. Í ljós kom þó síðar að um tvífara hennar væri að ræða. Nú hafa aðstandendur þáttarins hins vegar tilkynnt að Dee muni snúa aftur, í alvörunni í þetta skiptið.Athygli er vakin á því að hér verður fjallað um það sem eftir á að gerast í Nágrönnum. Þættirnir eru sýndir í Ástralíu um hálfu ári áður en þeir eru sýndir hér á landi og því ættu þeir sem ekki vilja vita meira um hvað gerist með Dee og tvífara hennar að loka þessum glugga og fara að gera eitthvað annað.Endurkomu Dee árið 2016 og 2017 var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að tilkynnt var um að von væri á að persónan myndi snúa aftur.Dee, sem leikinn er af Madeleine West, var ein vinsælasta persónan í Nágrönnum skömmu eftir aldamót og kætti það aðdáendur mjög þegar hún og Toadie, ein lífseigasta persóna þáttanna, fundu ástina og giftu sig með mikilli viðhöfn. En óheppnin virðist elta Toadie á röndum og þegar hjónakornin voru á leið frá brúðkaupi sínu ók Toadie bíl sínum fram af hengiflugi beint út í sjó. Toadie slapp án skrámu en hvorki fannst tangur né tetur af Dee sem talin var hafa látist þrátt fyrir að líkið hafi aldrei fundist.Í ljós kom að endurkoma Dee var ekki endurkoma Dee heldur var um að ræða Andreu Somers, tvífara hennar, sem hafði uppgötvað að hún gæti mögulega haft fjármuni af Toadie með því að þykjast vera hin látna eiginkona hans. Með svikum og prettum tókst henni að plata Toadie upp úr skónum og hafa af honum umtalsverða fjármuni, áður en hún svaf hjá honum í beinni útsendingu í London eftir að Toadie hafði elt hana þangað, haldandi að hún væri Dee. Eiginkona Toadie horfði á ástaratlot þeirra frá Ástralíu og eins og gefur að skilja setti það ákveðna pressu á samband hennar og Toadie.Skömmu síðar uppgötvaði Toadie að Andrea væri ekki Dee. Síðar kom í ljós að hún væri veik á geði og eftir að lausn fannst á þessari sögulínu hefur Andrea skotið upp kollinum endrum og sinnum í þáttunum.Í næstu viku mun hún hins vegar fá stærra hlutverk. Í vikunni tilkynntu forsvarsmenn þáttanna að Dee væri eftir allt saman á lífi og að þær stöllur myndi hittast í þáttunum. Þar sem Nágrannar er sápuópera hittast þær auðvitað á bjargi við sjóinn en ekki í stofunni heima eins og venjulegt fólk. Í myndbandi sem gefið var út í vikunni er ýjað að því að önnur þeirra muni láta lífið í átökum þeirra á milli á bjarginu.Two women. One clifftop. Who pushes who? #OMGDEE#Neighbourspic.twitter.com/sj8sLbTwa5 — Channel 5 (@channel5_tv) June 24, 2019 Æstir aðdáendur Nágranna hér á landi þurfa þó líklega að bíða í hálft ár eftir að þættirnir um hina raunverulegu endurkomu Dee verða sýndir en þættirnir verða sýndir í Ástralíu í næstu viku. Ástralía Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna Ein vinsælasta persóna Nágranna frá upphafi snýr aftur eftir 13 ára fjarveru. 16. september 2016 11:24 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar forsvarsmenn Nágranna tilkynntu árið 2016 að hin vinsæla persóna Dee Bliss myndi snúa aftur í þáttinn eftir vofeiglegan dauða hennar 13 árum áður. Í ljós kom þó síðar að um tvífara hennar væri að ræða. Nú hafa aðstandendur þáttarins hins vegar tilkynnt að Dee muni snúa aftur, í alvörunni í þetta skiptið.Athygli er vakin á því að hér verður fjallað um það sem eftir á að gerast í Nágrönnum. Þættirnir eru sýndir í Ástralíu um hálfu ári áður en þeir eru sýndir hér á landi og því ættu þeir sem ekki vilja vita meira um hvað gerist með Dee og tvífara hennar að loka þessum glugga og fara að gera eitthvað annað.Endurkomu Dee árið 2016 og 2017 var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að tilkynnt var um að von væri á að persónan myndi snúa aftur.Dee, sem leikinn er af Madeleine West, var ein vinsælasta persónan í Nágrönnum skömmu eftir aldamót og kætti það aðdáendur mjög þegar hún og Toadie, ein lífseigasta persóna þáttanna, fundu ástina og giftu sig með mikilli viðhöfn. En óheppnin virðist elta Toadie á röndum og þegar hjónakornin voru á leið frá brúðkaupi sínu ók Toadie bíl sínum fram af hengiflugi beint út í sjó. Toadie slapp án skrámu en hvorki fannst tangur né tetur af Dee sem talin var hafa látist þrátt fyrir að líkið hafi aldrei fundist.Í ljós kom að endurkoma Dee var ekki endurkoma Dee heldur var um að ræða Andreu Somers, tvífara hennar, sem hafði uppgötvað að hún gæti mögulega haft fjármuni af Toadie með því að þykjast vera hin látna eiginkona hans. Með svikum og prettum tókst henni að plata Toadie upp úr skónum og hafa af honum umtalsverða fjármuni, áður en hún svaf hjá honum í beinni útsendingu í London eftir að Toadie hafði elt hana þangað, haldandi að hún væri Dee. Eiginkona Toadie horfði á ástaratlot þeirra frá Ástralíu og eins og gefur að skilja setti það ákveðna pressu á samband hennar og Toadie.Skömmu síðar uppgötvaði Toadie að Andrea væri ekki Dee. Síðar kom í ljós að hún væri veik á geði og eftir að lausn fannst á þessari sögulínu hefur Andrea skotið upp kollinum endrum og sinnum í þáttunum.Í næstu viku mun hún hins vegar fá stærra hlutverk. Í vikunni tilkynntu forsvarsmenn þáttanna að Dee væri eftir allt saman á lífi og að þær stöllur myndi hittast í þáttunum. Þar sem Nágrannar er sápuópera hittast þær auðvitað á bjargi við sjóinn en ekki í stofunni heima eins og venjulegt fólk. Í myndbandi sem gefið var út í vikunni er ýjað að því að önnur þeirra muni láta lífið í átökum þeirra á milli á bjarginu.Two women. One clifftop. Who pushes who? #OMGDEE#Neighbourspic.twitter.com/sj8sLbTwa5 — Channel 5 (@channel5_tv) June 24, 2019 Æstir aðdáendur Nágranna hér á landi þurfa þó líklega að bíða í hálft ár eftir að þættirnir um hina raunverulegu endurkomu Dee verða sýndir en þættirnir verða sýndir í Ástralíu í næstu viku.
Ástralía Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna Ein vinsælasta persóna Nágranna frá upphafi snýr aftur eftir 13 ára fjarveru. 16. september 2016 11:24 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna Ein vinsælasta persóna Nágranna frá upphafi snýr aftur eftir 13 ára fjarveru. 16. september 2016 11:24
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning