Nýtt húsnæði Tölvuteks reyndist mikill dragbítur Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2019 09:14 Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla. Vísir/egill Flutningar og breytingar á rekstri eru ekki síst ástæður þess að eigendur Tölvuteks munu óska þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn eigendanna náðu þeir ekki samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um áframhaldandi lánsheimildir, en Tölvutek var rekið með tapi í fyrra. Árin þar áður var reksturinn „í járnum,“ eins og eigendurnir orða það í yfirlýsingu. Greint var frá því í gær að verslunin hygðist hætta starfsemi og að 40 starfsmenn Tölvuteks myndu missa vinnuna. Eigendur segja að laun hafi verið gerð upp við starfsmennina, sem mikill missir sé af. Margir hverjir hafi starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, en Tölvutek var stofnað í desember 2006. Tölvutek var komið með um 50 starfsmenn og tvær verslanir árið 2013 þegar tekin var ákvörðun að flytja verslunina í Reykjavík í stærra húsnæði í Hallarmúla og sækja á fyrirtækjamarkað. „Flutningarnir og breytingar á rekstri reyndust mun dýrari en áætlað hafði verið. Reyndist hið nýja húsnæði mikill dragbítur á reksturinn, sem hefur fyrir vikið verið í járnum síðustu ár,“ segja eigendur í yfirlýsingunni. „Eftir taprekstur í fyrra var hlutafé aukið ásamt því að eigendur lögðu til rekstrarfé um síðustu áramót. Mikil vinna var lögð í að bjarga félaginu en eftir að lánsheimildir voru felldar niður varð útséð um frekari tilraunir til þess.“ Nær öllum búnaði sem var í viðgerð hjá Tölvuteki hefur verið komið í hendur eigenda þess. Reynt verði eftir fremsta megni að lágmarka tjón viðskiptavina af lokun fyrirtækisins, en ljóst að þeir sem eftir sitja verða að gera kröfu í bú þess hjá skiptastjóra. Viðskiptavinum Tölvuteks, sem margir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna, er bent á að senda senda fyrirspurnir á spjallrás Tölvuteks á Facebook en þar verður reynt eftir megni að veita upplýsingar og leiðbeiningar. Akureyri Gjaldþrot Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Flutningar og breytingar á rekstri eru ekki síst ástæður þess að eigendur Tölvuteks munu óska þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn eigendanna náðu þeir ekki samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um áframhaldandi lánsheimildir, en Tölvutek var rekið með tapi í fyrra. Árin þar áður var reksturinn „í járnum,“ eins og eigendurnir orða það í yfirlýsingu. Greint var frá því í gær að verslunin hygðist hætta starfsemi og að 40 starfsmenn Tölvuteks myndu missa vinnuna. Eigendur segja að laun hafi verið gerð upp við starfsmennina, sem mikill missir sé af. Margir hverjir hafi starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, en Tölvutek var stofnað í desember 2006. Tölvutek var komið með um 50 starfsmenn og tvær verslanir árið 2013 þegar tekin var ákvörðun að flytja verslunina í Reykjavík í stærra húsnæði í Hallarmúla og sækja á fyrirtækjamarkað. „Flutningarnir og breytingar á rekstri reyndust mun dýrari en áætlað hafði verið. Reyndist hið nýja húsnæði mikill dragbítur á reksturinn, sem hefur fyrir vikið verið í járnum síðustu ár,“ segja eigendur í yfirlýsingunni. „Eftir taprekstur í fyrra var hlutafé aukið ásamt því að eigendur lögðu til rekstrarfé um síðustu áramót. Mikil vinna var lögð í að bjarga félaginu en eftir að lánsheimildir voru felldar niður varð útséð um frekari tilraunir til þess.“ Nær öllum búnaði sem var í viðgerð hjá Tölvuteki hefur verið komið í hendur eigenda þess. Reynt verði eftir fremsta megni að lágmarka tjón viðskiptavina af lokun fyrirtækisins, en ljóst að þeir sem eftir sitja verða að gera kröfu í bú þess hjá skiptastjóra. Viðskiptavinum Tölvuteks, sem margir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna, er bent á að senda senda fyrirspurnir á spjallrás Tölvuteks á Facebook en þar verður reynt eftir megni að veita upplýsingar og leiðbeiningar.
Akureyri Gjaldþrot Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08
Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52