Messi með tvöfalt hærri laun en allar konur til samans í sjö bestu deildum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2019 09:30 Lionel Messi þarf ekki að kvarta yfir launum sínum. Sara Björk Gunnarsdóttir er líklega launahæsta knattspyrnukona Íslands en hér fagnar hún með liðsfélaga sínum Nillu Fischer hjá Wolfsburg Samsett/Getty Sameinuðu þjóðirnar birtu sláandi mynd á Twitter-síðu sinni í tilefni af því að augu heimsins eru nú á bestu knattspyrnukonum heims vegna heimsmeistaramóts kvenna í Frakklandi. Það vita nú allir, sem vilja vita það, að það er gríðarlegur launamunur hjá bestu körlum og bestu konum í fótoboltaheiminum í dag. Það breytir þó ekki því að það er sláandi að sjá hversu munurinn er gríðarlega mikill þegar við erum komin inn á árið 2019. Hér fyrir neðan má sjá þessa twitter færslu Sameinuðu þjóðanna, @UN, sem hefur vakið mikla athygli á bæði erlendum fréttamiðlum og samfélagsmiðlum.1 male soccer player makes almost double as much as the combined salaries of all players in the top 7 women's soccer leagues. During the #WomensWorldCup2019, join @UN_Women in demanding equal pay for #WomenInSport. https://t.co/5xnSaUqEO1pic.twitter.com/SMr23362hg — United Nations (@UN) June 23, 2019Laun fótboltakvenna eru eitthvað að hækka en laun bestu karlanna hafa á móti þotið upp á síðustu árum og voru þau samt há fyrir. United Nations notar Lionel Messi sem fulltrúa knattspyrnukarlanna þó að fáir séu mikið að kvarta yfir háum launum hans. Messi hefur svo sannarlega unnið fyrir þeim ef við skoðum hvað aðrir mun lakari leikmenn eru að fá í laun. Lionel Messi fær 84 milljónir dollara í laun og bónusgreiðslur á hverju ári eða rúma 10,4 milljarða íslenskra króna. Það eru 1693 leikmenn sem spila í sjö bestu kvennadeildum heims. Þær fá allar samanlagt 42,6 milljónir dollara í árslaun eða aðeins helminginn af launum Messi. 42,6 milljónir dollara eru 5,3 milljarðar íslenskra króna. Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar birtu sláandi mynd á Twitter-síðu sinni í tilefni af því að augu heimsins eru nú á bestu knattspyrnukonum heims vegna heimsmeistaramóts kvenna í Frakklandi. Það vita nú allir, sem vilja vita það, að það er gríðarlegur launamunur hjá bestu körlum og bestu konum í fótoboltaheiminum í dag. Það breytir þó ekki því að það er sláandi að sjá hversu munurinn er gríðarlega mikill þegar við erum komin inn á árið 2019. Hér fyrir neðan má sjá þessa twitter færslu Sameinuðu þjóðanna, @UN, sem hefur vakið mikla athygli á bæði erlendum fréttamiðlum og samfélagsmiðlum.1 male soccer player makes almost double as much as the combined salaries of all players in the top 7 women's soccer leagues. During the #WomensWorldCup2019, join @UN_Women in demanding equal pay for #WomenInSport. https://t.co/5xnSaUqEO1pic.twitter.com/SMr23362hg — United Nations (@UN) June 23, 2019Laun fótboltakvenna eru eitthvað að hækka en laun bestu karlanna hafa á móti þotið upp á síðustu árum og voru þau samt há fyrir. United Nations notar Lionel Messi sem fulltrúa knattspyrnukarlanna þó að fáir séu mikið að kvarta yfir háum launum hans. Messi hefur svo sannarlega unnið fyrir þeim ef við skoðum hvað aðrir mun lakari leikmenn eru að fá í laun. Lionel Messi fær 84 milljónir dollara í laun og bónusgreiðslur á hverju ári eða rúma 10,4 milljarða íslenskra króna. Það eru 1693 leikmenn sem spila í sjö bestu kvennadeildum heims. Þær fá allar samanlagt 42,6 milljónir dollara í árslaun eða aðeins helminginn af launum Messi. 42,6 milljónir dollara eru 5,3 milljarðar íslenskra króna.
Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira