Vill að nafn sitt verði tekið af heiðursfélagalista Lögmannafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 07:11 Jón Steinar Gunnlaugsson var gerður að heiðursfélaga í Lögmannafélagi Íslands árið 2011. Vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50
Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50
Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52