Trúrækni í sumum arabalöndum fer minnkandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 12:19 Trúleysi er algengast á meðal yngra fólks í arabaheiminum. Vísir/Getty Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg. Trúmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg.
Trúmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira