Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 11:08 Þessi skilaboð taka á móti viðskiptavinum Tölvuteks á heimasíðu fyrirtækisins. Skjáskot/Tölvutek Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22
Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55