Grundvöllur lífskjara Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:00 Aldarfjórðungur er liðinn síðan EES-samningurinn tók gildi á Íslandi. Samningurinn hefur reynst vera einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hefur opnað atvinnulífi aðgang að mikilvægu markaðssvæði, tryggt frjálsara flæði vara, fjármagns og þjónustu auk þess að tryggja okkur rétt til búsetu, atvinnu og náms í öðrum ríkjum. Samningurinn færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár hér á landi. Íslendingar hafa notið ríkulega af kostum EES. Á tíma samningsins hafa landsframleiðsla og ráðstöfunartekjur einstaklinga aukist umtalsvert samhliða stórauknum útflutningi. Landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á efnahagslega velmegun, hefur aukist um 71% á tíma samningsins. Lífsgæði Íslendinga byggja á frjálsum viðskiptum við önnur lönd. Með minni viðskiptahindrunum aukast viðskipti. EES-samningnum hafa fylgt aukin viðskipti milli Íslands og EES-svæðisins. Hlutur aðildarlanda samningsins í vöruútflutningi Íslendinga hefur vaxið umtalsvert og er nú um 80%. Útflutningur vöru og þjónustu frá Íslandi hefur meira en þrefaldast á tíma samningsins. Aukin utanríkisviðskipti hafa síðan aukið hagvöxt og velmegun til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. Frjálst flæði vinnuafls innan EES-svæðisins hefur opnað aðgang að margfalt stærri vinnumarkaði. Mikill meirihluti þeirra 37.000 erlendra launamanna sem starfa hér kemur frá EES. Án þeirra væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara. EES hefur gert innlendum fyrirtækjum kleift að takast betur á við sveiflur í sinni starfsemi. Samningurinn hefur hjálpað til við sveiflujöfnun hagkerfisins – dregið úr verðbólgu á tíma uppsveiflu og aukningu atvinnuleysis í niðursveiflu. Með EES hefur fjöldi Íslendinga fengið tækifæri til að læra og starfa í EES-ríkjum og aflað sér þannig mikilvægrar þekkingar og reynslu. EES hefur þjónað hagsmunum Íslands mjög vel. Það ætti að vera óumdeilt að samningurinn hefur verið afar mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf og er hornsteinn okkar alþjóðlegu tengsla. Ég vona að samningurinn verði áfram það afl verðmætasköpunar sem hann hefur verið á síðustu 25 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aldarfjórðungur er liðinn síðan EES-samningurinn tók gildi á Íslandi. Samningurinn hefur reynst vera einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hefur opnað atvinnulífi aðgang að mikilvægu markaðssvæði, tryggt frjálsara flæði vara, fjármagns og þjónustu auk þess að tryggja okkur rétt til búsetu, atvinnu og náms í öðrum ríkjum. Samningurinn færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár hér á landi. Íslendingar hafa notið ríkulega af kostum EES. Á tíma samningsins hafa landsframleiðsla og ráðstöfunartekjur einstaklinga aukist umtalsvert samhliða stórauknum útflutningi. Landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á efnahagslega velmegun, hefur aukist um 71% á tíma samningsins. Lífsgæði Íslendinga byggja á frjálsum viðskiptum við önnur lönd. Með minni viðskiptahindrunum aukast viðskipti. EES-samningnum hafa fylgt aukin viðskipti milli Íslands og EES-svæðisins. Hlutur aðildarlanda samningsins í vöruútflutningi Íslendinga hefur vaxið umtalsvert og er nú um 80%. Útflutningur vöru og þjónustu frá Íslandi hefur meira en þrefaldast á tíma samningsins. Aukin utanríkisviðskipti hafa síðan aukið hagvöxt og velmegun til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. Frjálst flæði vinnuafls innan EES-svæðisins hefur opnað aðgang að margfalt stærri vinnumarkaði. Mikill meirihluti þeirra 37.000 erlendra launamanna sem starfa hér kemur frá EES. Án þeirra væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara. EES hefur gert innlendum fyrirtækjum kleift að takast betur á við sveiflur í sinni starfsemi. Samningurinn hefur hjálpað til við sveiflujöfnun hagkerfisins – dregið úr verðbólgu á tíma uppsveiflu og aukningu atvinnuleysis í niðursveiflu. Með EES hefur fjöldi Íslendinga fengið tækifæri til að læra og starfa í EES-ríkjum og aflað sér þannig mikilvægrar þekkingar og reynslu. EES hefur þjónað hagsmunum Íslands mjög vel. Það ætti að vera óumdeilt að samningurinn hefur verið afar mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf og er hornsteinn okkar alþjóðlegu tengsla. Ég vona að samningurinn verði áfram það afl verðmætasköpunar sem hann hefur verið á síðustu 25 árum.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun