Grundvöllur lífskjara Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:00 Aldarfjórðungur er liðinn síðan EES-samningurinn tók gildi á Íslandi. Samningurinn hefur reynst vera einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hefur opnað atvinnulífi aðgang að mikilvægu markaðssvæði, tryggt frjálsara flæði vara, fjármagns og þjónustu auk þess að tryggja okkur rétt til búsetu, atvinnu og náms í öðrum ríkjum. Samningurinn færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár hér á landi. Íslendingar hafa notið ríkulega af kostum EES. Á tíma samningsins hafa landsframleiðsla og ráðstöfunartekjur einstaklinga aukist umtalsvert samhliða stórauknum útflutningi. Landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á efnahagslega velmegun, hefur aukist um 71% á tíma samningsins. Lífsgæði Íslendinga byggja á frjálsum viðskiptum við önnur lönd. Með minni viðskiptahindrunum aukast viðskipti. EES-samningnum hafa fylgt aukin viðskipti milli Íslands og EES-svæðisins. Hlutur aðildarlanda samningsins í vöruútflutningi Íslendinga hefur vaxið umtalsvert og er nú um 80%. Útflutningur vöru og þjónustu frá Íslandi hefur meira en þrefaldast á tíma samningsins. Aukin utanríkisviðskipti hafa síðan aukið hagvöxt og velmegun til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. Frjálst flæði vinnuafls innan EES-svæðisins hefur opnað aðgang að margfalt stærri vinnumarkaði. Mikill meirihluti þeirra 37.000 erlendra launamanna sem starfa hér kemur frá EES. Án þeirra væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara. EES hefur gert innlendum fyrirtækjum kleift að takast betur á við sveiflur í sinni starfsemi. Samningurinn hefur hjálpað til við sveiflujöfnun hagkerfisins – dregið úr verðbólgu á tíma uppsveiflu og aukningu atvinnuleysis í niðursveiflu. Með EES hefur fjöldi Íslendinga fengið tækifæri til að læra og starfa í EES-ríkjum og aflað sér þannig mikilvægrar þekkingar og reynslu. EES hefur þjónað hagsmunum Íslands mjög vel. Það ætti að vera óumdeilt að samningurinn hefur verið afar mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf og er hornsteinn okkar alþjóðlegu tengsla. Ég vona að samningurinn verði áfram það afl verðmætasköpunar sem hann hefur verið á síðustu 25 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Aldarfjórðungur er liðinn síðan EES-samningurinn tók gildi á Íslandi. Samningurinn hefur reynst vera einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hefur opnað atvinnulífi aðgang að mikilvægu markaðssvæði, tryggt frjálsara flæði vara, fjármagns og þjónustu auk þess að tryggja okkur rétt til búsetu, atvinnu og náms í öðrum ríkjum. Samningurinn færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár hér á landi. Íslendingar hafa notið ríkulega af kostum EES. Á tíma samningsins hafa landsframleiðsla og ráðstöfunartekjur einstaklinga aukist umtalsvert samhliða stórauknum útflutningi. Landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á efnahagslega velmegun, hefur aukist um 71% á tíma samningsins. Lífsgæði Íslendinga byggja á frjálsum viðskiptum við önnur lönd. Með minni viðskiptahindrunum aukast viðskipti. EES-samningnum hafa fylgt aukin viðskipti milli Íslands og EES-svæðisins. Hlutur aðildarlanda samningsins í vöruútflutningi Íslendinga hefur vaxið umtalsvert og er nú um 80%. Útflutningur vöru og þjónustu frá Íslandi hefur meira en þrefaldast á tíma samningsins. Aukin utanríkisviðskipti hafa síðan aukið hagvöxt og velmegun til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. Frjálst flæði vinnuafls innan EES-svæðisins hefur opnað aðgang að margfalt stærri vinnumarkaði. Mikill meirihluti þeirra 37.000 erlendra launamanna sem starfa hér kemur frá EES. Án þeirra væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara. EES hefur gert innlendum fyrirtækjum kleift að takast betur á við sveiflur í sinni starfsemi. Samningurinn hefur hjálpað til við sveiflujöfnun hagkerfisins – dregið úr verðbólgu á tíma uppsveiflu og aukningu atvinnuleysis í niðursveiflu. Með EES hefur fjöldi Íslendinga fengið tækifæri til að læra og starfa í EES-ríkjum og aflað sér þannig mikilvægrar þekkingar og reynslu. EES hefur þjónað hagsmunum Íslands mjög vel. Það ætti að vera óumdeilt að samningurinn hefur verið afar mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf og er hornsteinn okkar alþjóðlegu tengsla. Ég vona að samningurinn verði áfram það afl verðmætasköpunar sem hann hefur verið á síðustu 25 árum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun