Ólafur: Á eftir í öllum aðgerðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 23. júní 2019 21:44 Ólafur er ekki viss hvort FH bæti við sig liðsstyrk þegar félagaskiptaglugginn opnar í byrjun júlí. vísir/bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00