Nýjar rannsóknir staðfesti virkni þörunga á Psoriasis Sighvatur Jónsson skrifar 22. júní 2019 23:00 Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira