Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 18:09 Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur bannað flug á milli Rússlands og Georgíu. getty/Mikhail Svetlov Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri. Georgía Rússland Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri.
Georgía Rússland Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira