Sindri Snær: Hundrað prósent víti í bæði skiptin Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. júní 2019 16:50 Sindri Snær lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. vísir/daníel þór ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45