Sindri Snær: Hundrað prósent víti í bæði skiptin Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. júní 2019 16:50 Sindri Snær lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. vísir/daníel þór ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45