Einhverfusamtökin leiðrétta rangfærslur Jakobs Frímanns Eiður Þór Árnason skrifar 22. júní 2019 16:32 Samtökin hvetja fólk til að afla sér þekkingar um einhverfu. Fréttablaðið/Sigtryggur Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu. Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu.
Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36