WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:40 Reykjavíkurborg er að verða hjólaborg að sögn ráðgjafa um vistvænar samgöngur. Hann segir borgina vilja ýta undir þróunina. Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull. Reykjavík WOW Air Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull.
Reykjavík WOW Air Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira