WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:40 Reykjavíkurborg er að verða hjólaborg að sögn ráðgjafa um vistvænar samgöngur. Hann segir borgina vilja ýta undir þróunina. Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull. Reykjavík WOW Air Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull.
Reykjavík WOW Air Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira