Athvarf öfgamanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun