Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 23:21 E Jean Carroll á viðburði árið 2006. Vísir/Getty Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00