Fjórir skólar og enn fleiri leikskólar í nýja hverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 21:38 Þar sem áætlað er að hverfið rísi er nú grófur iðnaður. reykjavík Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15