Fjórir skólar og enn fleiri leikskólar í nýja hverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 21:38 Þar sem áætlað er að hverfið rísi er nú grófur iðnaður. reykjavík Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15