Svarthvítar hetjur Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. Svolítið dæmigert fyrir þá læviblöndnu bjartsýni og harmþrungnu gleði sem einkenndi 80’s-tónlistina sem kennd er við nýrómantík og krakkarnir dönsuðu við með sítt að aftan og glannalega andlitsmálningu. Duran Duran átti þarna enga jafningja þótt fegurð strákanna, kynþokki og sturlaðar vinsældirnar væru notaðar gegn þeim. Og okkur. Sagan hefur fyrir löngu sannað að þeir voru og eru fantagott band. John er yfirburða bassaleikari og textar Simons eru hyldjúp lýrík sem ber höfuð og herðapúða yfir allt hitt eitísið. „Einnig viljum við, eins og allir aðrir, að Duran Duran komi til Íslands og haldi tónleika. Það hlýtur að vera hægt, því þeir fara til allra annarra landa, meira að segja Japans og Kína.“ Skrifuðu tveir aðdáendur í Moggann 1984 en þrátt fyrir hin góðu og gildu rök um Kína og Japan rættist þessi ósk okkar allra ekki fyrr en 2005. Full seint í rassinn gripið en frábærir tónleikarnir uppfylltu tíu þúsund æskudrauma. Vart hefur nokkurn bréfritara fortíðar órað fyrir því að Duran Duran ætti eftir að koma hingað tvisvar en á þriðjudaginn fáum við allra síðasta sénsinn í stigagangi æskunnar þegar fjórir af fimm munu gæjalegir taka öll völd, í Laugardalshöll, umvafðir svarthvíta sjarmanum. Ljúf er sú skylda að vera þar ýlfrandi eins og hungraðir úlfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. Svolítið dæmigert fyrir þá læviblöndnu bjartsýni og harmþrungnu gleði sem einkenndi 80’s-tónlistina sem kennd er við nýrómantík og krakkarnir dönsuðu við með sítt að aftan og glannalega andlitsmálningu. Duran Duran átti þarna enga jafningja þótt fegurð strákanna, kynþokki og sturlaðar vinsældirnar væru notaðar gegn þeim. Og okkur. Sagan hefur fyrir löngu sannað að þeir voru og eru fantagott band. John er yfirburða bassaleikari og textar Simons eru hyldjúp lýrík sem ber höfuð og herðapúða yfir allt hitt eitísið. „Einnig viljum við, eins og allir aðrir, að Duran Duran komi til Íslands og haldi tónleika. Það hlýtur að vera hægt, því þeir fara til allra annarra landa, meira að segja Japans og Kína.“ Skrifuðu tveir aðdáendur í Moggann 1984 en þrátt fyrir hin góðu og gildu rök um Kína og Japan rættist þessi ósk okkar allra ekki fyrr en 2005. Full seint í rassinn gripið en frábærir tónleikarnir uppfylltu tíu þúsund æskudrauma. Vart hefur nokkurn bréfritara fortíðar órað fyrir því að Duran Duran ætti eftir að koma hingað tvisvar en á þriðjudaginn fáum við allra síðasta sénsinn í stigagangi æskunnar þegar fjórir af fimm munu gæjalegir taka öll völd, í Laugardalshöll, umvafðir svarthvíta sjarmanum. Ljúf er sú skylda að vera þar ýlfrandi eins og hungraðir úlfar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun