Finnst allt skemmtilegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Baldvin Fannar við flygilinn sem afi hans átti. Þar situr hann mörgum stundum. Fréttablaðið/Stefán Baldvin Fannar Guðjónsson er nítján ára. Hann lærir bæði píanó- og orgelleik, syngur í Dómkórnum og stefnir á stúdentspróf í árslok en í sumar vinnur hann garðyrkjustörf hjá Orkuveitunni og snyrtir til kringum rafstöðvar, fráveitur og önnur mannvirki fyrirtækisins. Hlær þegar hann er spurður hvort það fari ekki illa með píanóputtana. „Nei, þetta er nú ekki svo slæmt. Ég hef góð verkfæri. Æfi svo á hljóðfæri þegar ég er búinn í vinnunni á daginn. Er með ágætan flygil heima sem afi minn átti, hann hét Baldur Kristjánsson og var píanóleikari.“ Aðspurður kveðst hann hafa verið sex eða sjö ára þegar hann byrjaði að læra á píanó. „Ég var langveikt barn og mér hefur verið sagt að einu skiptin sem ég var rólegur hafi verið þegar ég sat undir flyglinum og pabbi spilaði!“ Baldvin Fannar tók nýlega þátt í stórri tónlistarkeppni, Jugend Musiziert, sem meðleikari á píanó með ítalskri fiðlu-stúlku, Önnu Pederielli. Þar hreppti hann fyrsta sæti menntaskólanema og hún þriðja. Hann segir velgengnina hafa komið rosalega á óvart. „Við bjuggumst ekkert við miklu. Þetta er tónlistarkeppni þýskra skóla um allan heim, þó aðallega í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Alls tóku þátt um 2.000 manns, í okkar riðli milli 100 og 150.“ Áður en að þessari keppni kom höfðu þau Anna og Baldvin Fannar komist í gegnum tvær aðrar sem voru útsláttarkeppnir, þá fyrri í heimaborg Önnu, Mílanó, í desember, þar sem þau fengu 25 stig af 25 mögulegum og hina í Aþenu um miðjan mars. Þar kepptu lönd Suður-Evrópu, Egyptaland, Palestína og Ísrael og einnig þar fengu Anna og Baldvin Fannar fullt hús og tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Baldvin Fannar segir þau Önnu hafa hist fyrst á tónlistarnámskeiði á Englandi en ekki spilað saman fyrr en nú. „Við æfðum hvort í sínu lagi en ég var í Mílanó í hálfan mánuð fyrir keppnina þar og hún jafnlengi hér á Íslandi fyrir lokakeppnina.“ Er hann ekkert stressaður fyrir svona keppnir? „Ég er yfirleitt rólegur yfir þessu, er búinn að æfa vel og veit að það er lítið sem ég get gert meira. En þegar ég er alveg að fara að spila þá allt í einu spring ég úr stressi, það varir samt stutt því þegar ég byrja hverfa allar áhyggjur.“ Eins og fram kom í upphafi æfir Baldvin Fannar líka á orgel og lýsir aðdraganda þess. „Ég var í Drengjakór Reykjavíkur sem æfði í Hallgrímskirkju og þar var þetta stóra og fína orgel. Svo rétt fyrir fermingu fékk ég að byrja að læra á orgel, loksins orðinn nógu leggjalangur til að ná niður á pedalana. Það er rosa skemmtilegt, allt öðru vísi en að æfa á píanó. Sú sem kennir mér heitir Lenka Mátéová og er eiginkona píanókennarans míns, Peters Máté. Smá samkeppni þar!“ Þegar framtíðaráform Baldvins ber á góma vandast málið, því það kemur í ljós að honum þykir allt svo áhugavert sem hann fæst við að hann veit ekki hvað hann á að velja. Býst þó síður við að leggja fyrir sig garðyrkjuna. „Mig langar að halda áfram í tónlistinni en er enn í menntaskóla og finnst öll fögin skemmtileg. Ég hefði getað útskrifast núna í vor en þar sem ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri í framhaldinu frestaði ég því til jóla, þá fæ ég lengri umhugsunarfrest.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Verðlaun Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
Baldvin Fannar Guðjónsson er nítján ára. Hann lærir bæði píanó- og orgelleik, syngur í Dómkórnum og stefnir á stúdentspróf í árslok en í sumar vinnur hann garðyrkjustörf hjá Orkuveitunni og snyrtir til kringum rafstöðvar, fráveitur og önnur mannvirki fyrirtækisins. Hlær þegar hann er spurður hvort það fari ekki illa með píanóputtana. „Nei, þetta er nú ekki svo slæmt. Ég hef góð verkfæri. Æfi svo á hljóðfæri þegar ég er búinn í vinnunni á daginn. Er með ágætan flygil heima sem afi minn átti, hann hét Baldur Kristjánsson og var píanóleikari.“ Aðspurður kveðst hann hafa verið sex eða sjö ára þegar hann byrjaði að læra á píanó. „Ég var langveikt barn og mér hefur verið sagt að einu skiptin sem ég var rólegur hafi verið þegar ég sat undir flyglinum og pabbi spilaði!“ Baldvin Fannar tók nýlega þátt í stórri tónlistarkeppni, Jugend Musiziert, sem meðleikari á píanó með ítalskri fiðlu-stúlku, Önnu Pederielli. Þar hreppti hann fyrsta sæti menntaskólanema og hún þriðja. Hann segir velgengnina hafa komið rosalega á óvart. „Við bjuggumst ekkert við miklu. Þetta er tónlistarkeppni þýskra skóla um allan heim, þó aðallega í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Alls tóku þátt um 2.000 manns, í okkar riðli milli 100 og 150.“ Áður en að þessari keppni kom höfðu þau Anna og Baldvin Fannar komist í gegnum tvær aðrar sem voru útsláttarkeppnir, þá fyrri í heimaborg Önnu, Mílanó, í desember, þar sem þau fengu 25 stig af 25 mögulegum og hina í Aþenu um miðjan mars. Þar kepptu lönd Suður-Evrópu, Egyptaland, Palestína og Ísrael og einnig þar fengu Anna og Baldvin Fannar fullt hús og tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Baldvin Fannar segir þau Önnu hafa hist fyrst á tónlistarnámskeiði á Englandi en ekki spilað saman fyrr en nú. „Við æfðum hvort í sínu lagi en ég var í Mílanó í hálfan mánuð fyrir keppnina þar og hún jafnlengi hér á Íslandi fyrir lokakeppnina.“ Er hann ekkert stressaður fyrir svona keppnir? „Ég er yfirleitt rólegur yfir þessu, er búinn að æfa vel og veit að það er lítið sem ég get gert meira. En þegar ég er alveg að fara að spila þá allt í einu spring ég úr stressi, það varir samt stutt því þegar ég byrja hverfa allar áhyggjur.“ Eins og fram kom í upphafi æfir Baldvin Fannar líka á orgel og lýsir aðdraganda þess. „Ég var í Drengjakór Reykjavíkur sem æfði í Hallgrímskirkju og þar var þetta stóra og fína orgel. Svo rétt fyrir fermingu fékk ég að byrja að læra á orgel, loksins orðinn nógu leggjalangur til að ná niður á pedalana. Það er rosa skemmtilegt, allt öðru vísi en að æfa á píanó. Sú sem kennir mér heitir Lenka Mátéová og er eiginkona píanókennarans míns, Peters Máté. Smá samkeppni þar!“ Þegar framtíðaráform Baldvins ber á góma vandast málið, því það kemur í ljós að honum þykir allt svo áhugavert sem hann fæst við að hann veit ekki hvað hann á að velja. Býst þó síður við að leggja fyrir sig garðyrkjuna. „Mig langar að halda áfram í tónlistinni en er enn í menntaskóla og finnst öll fögin skemmtileg. Ég hefði getað útskrifast núna í vor en þar sem ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri í framhaldinu frestaði ég því til jóla, þá fæ ég lengri umhugsunarfrest.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Verðlaun Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira