Fótbolti

Svona líta 16-liða úrslitin á HM kvenna út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandarísku heimsmeistararnir mæta Spáni í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi.
Bandarísku heimsmeistararnir mæta Spáni í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi. vísir/getty
Ljóst er hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum á HM kvenna í Frakklandi. Riðlakeppninni lauk í dag þar sem Kamerún tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit á dramatískan hátt en Síle sat eftir með sárt ennið.

Heimsmeistarar Bandaríkjanna, sem unnu alla leiki sína í F-riðli með markatölunni 18-0, mæta Spáni í 16-liða úrslitunum. Evrópumeistarar Hollands etja kappi við Japan, silfurliðið frá HM 2015.

Ensku ljónynjurnar, sem unnu alla sína leiki í riðlakeppninni, mæta Kamerún sem er í 16-liða úrslitum á öðru heimsmeistaramótinu í röð. Heimalið Frakklands mætir Brasilíu og María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska liðinu mæta því ástralska.

Sextán liða úrslitin hefjast á laugardaginn með tveimur leikjum. Klukkan 15:30 mætast Þýskaland og Nígería og klukkan 19:00 er komið að leik Noregs og Ástralíu.

Sextán liða úrslit á HM í Frakklandi (að íslenskum tíma):

22. júní

Kl. 15:30 Þýskaland - Nígería

Kl. 19:00 Noregur - Ástralía

23. júní

15:30 England - Kamerún

19:00 Frakkland - Brasilía

24. júní

16:00 Spánn - Bandaríkin

19:00 Svíþjóð - Kanada

25. júní

16:00 Ítalía - Kína

19:00 Holland - Japan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×