Minnkum kolefnissporin Teitur Guðmundsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Teitur Guðmundsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun