Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 17:35 Jeremy Hunt tók á móti Donald Trump í opinberri heimsókn þess síðarnefnd á Bretlandi í byrjun júní. Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10