Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Ekki miklar framfarir hjá FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH hafði ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð fyrir sigurinn á Víkingi R. í gær.
FH hafði ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð fyrir sigurinn á Víkingi R. í gær. vísir/daníel þór
FH vann langþráðan sigur á Víkingi R., 1-0, í Pepsi Max-deild karla í gær. Þetta var fyrsti deildarsigur FH-inga síðan 20. maí.

Í Pepsi Max-mörkunum í gær velti Hörður Magnússon fyrir sér hvort Hafnfirðingar væru líklegir til að komast á skrið og vinna nokkra leiki í röð.

„Fyrir það fyrsta var ótrúlega mikilvægt að vinna þennan leik og koma sér aftur á sigurbraut. En miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum, ef við tökum bikarleikinn [gegn Grindavík] í burtu, sé ég FH ekki fara á skrið,“ sagði Reynir Leósson.

Hann segir sóknarleik FH of hægan og allan hraða vanti í leik liðsins.

„Mér finnst ég ekki sjá miklar framfarir hjá FH-liðinu. Mér finnst ennþá vanta meiri sprengikraft í liðið og þetta er svolítið fyrirséð. Sóknarleikurinn er mjög hægur. Mér finnst fyrst og fremst vanta tempó, í sendingar og skrefum á leikmönnum inni á vellinum. Og þegar það er ekki til staðar sé ég FH-liðið ekki komast á skrið,“ sagði Reynir.

„En þeir gætu látið mig éta það ofan í mig því það eru fullt af hæfileikaríkum fótboltamönnum þarna. En pressan á Ólafi Kristjánssyni, ef þeir hefðu ekki náð í þrjú stig í þessum leik, hefði nánast orðið óbærileg.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Litlar framfarir hjá FH 

Tengdar fréttir

Pepsi Max-mörkin: Mark Guðmundar Steins átti að standa

Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefði átt að tryggja Stjörnunni sigur gegn Grindavík í Pepsi Max deild karla á föstudag. Mark hans sem var dæmt af hefði átt að standa að mati sérfræðinga Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×