Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Mark Guðmundar Steins átti að standa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Steinn skoraði löglegt mark segja sérfræðingarnir
Guðmundur Steinn skoraði löglegt mark segja sérfræðingarnir vísir/daníel
Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefði átt að tryggja Stjörnunni sigur gegn Grindavík í Pepsi Max deild karla á föstudag. Mark hans sem var dæmt af hefði átt að standa að mati sérfræðinga Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport.

Á 14. mínútu leiksins á Samsungvellinum skoraði Guðmundur Steinn þegar hann setti frákastið frá skoti Hilmars Árna Halldórssonar í netið. Þorvaldur Árnason dómari mat það svo að Guðmundur hefði tekið boltann með hendinni og voru blaðamenn á vellinum flestir á því að dómurinn hafi verið réttur.

Í hægri endursýningu Pepsi Max-markanna sést hins vegar að Guðmundur Steinn tekur boltann með hælnum, hann er með hægri hendina fyrir aftan bak en hún virðist þó ekki koma við boltann.

„Hann fer ekki í hendina á honum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Hann [Þorvaldur dómari] stendur beint fyrir aftan, þeir mátu þetta í þessu tilfelli. En þetta hefði breytt leiknum töluvert.“

Það voru fleiri vafaatriði í leiknum og voru sérfræðingarnir á því að Þorvaldur dómari hefði náð þeim öllum röngum. Grindavík átti að fá víti í fyrri hálfleik en fékk ekki og Stjarnan átti að fá víti í seinni hálfleik.

Alla þessa dóma og umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Guðmundur Steinn skoraði löglegt mark



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×