Íslenski boltinn

Stefán Logi til Fylkis og Grindavík semur við annan Spánverja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Logi hefur leikið 109 leiki í efstu deild á Íslandi.
Stefán Logi hefur leikið 109 leiki í efstu deild á Íslandi. vísir/stefán
Markvörðurinn Stefán Logi Magnússon hefur samið við Fylki út þetta tímabil. Fótbolti.net greinir frá.

Aron Snær Friðriksson, aðalmarkvörður Fylkis, er meiddur og verður frá keppni næstu vikurnar. Hinn 18 ára Kristófer Leví Sigtryggsson stóð á milli stanganna hjá Fylki í tapinu fyrir ÍA, 2-0, á laugardaginn.

Á síðasta tímabili lék Stefán Logi með Selfossi í Inkasso-deildinni. Hann varð bikarmeistari með KR 2008 og 2014, lék sem atvinnumaður erlendis og tíu A-landsleiki á ferilskránni. Stefán Logi er 38 ára.

Þá hefur Grindavík samið við spænska miðjumanninn Diego Diz Martínez. Hann lék síðast með Rápido de Bouzas í spænsku C-deildinni.

Martínez er annar Spánverjinn sem Grindavík fær til sín í félagaskiptaglugganum. Áður var framherjinn Oscar Manuel Conde Cruz kominn til Grindavíkur.

Cruz lék sinn fyrsta leik í gulu treyjunni þegar Grindavík gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×