Íslenski boltinn

Íslenskir dómararar á faraldsfæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorvaldur Árnason og Ívar Orri Kristjánsson.
Þorvaldur Árnason og Ívar Orri Kristjánsson. vísir/bára/vilhelm
Það verða ekki bara íslensk lið sem verða í eldlínunni í forkeppni Evrópukeppnanna í vikunni því íslensku dómarararnir, Þorvaldur Árnason og Ívar Orri Kristjánsson hafa einnig fengið verkefni í vikunni.

Þorvaldur Árnason dæmir leik FK Partizani frá Albaníu og Qarabag frá Aserbaídsjan í forkeppni Meistaradeildarinnar en Qarabag er fyrrum lið landsliðsmarkvarðarins, Hannesar Þórs Halldórssonar.

Til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon en leikurinn fer fram á miðvikudagskvöldið. Fjórði dómari er lögregluvarðstjórinn, Pétur Guðmundsson.

Í Serbíu verður Ívar Orri með flautuna í leik FK Cukaricki og FC Banants frá Armeníu. Sá leikur er í forkeppni Evrópudeildarinnar en Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson verða aðstoðardómarar. Helgi Mikael Jónsson er fjórði dómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×